sunnudagur, 14. mars 2010

Byrjunin ....


Jæja þá er komið að því að ég byrja að blogga eftir langt frí ..... Er búin að vera með þá flugu að byrja aftur en ekki komið mér að því. Þarsem að ég er komin með prjónamaníuna miklu þá verður sjálfsagt eithvað af prjónamonti hjá kellunni.
Einnig ætla ég að halda utanum uppáhalds bloggsíðurnar sem að ég fylgist með.
Hérna t.v. er mynd af 25 ára gömlum vettling ( svarti og hvíti ) sem að ég fékk í gjöf frá Ömmu í Borgó. En því miður týndi ég hinum vettlingunum en geymdi þennan með það í huga að prjóna mér seinna meir. Ég er semsagt búin að prjóna mér nýja loksins. Keypt algert jummí garn frá Drops - Alpaca. Settið er á ofninum þannig að ég set inn mynd af parinu nýþvegnu síðar. Verð að viðurkenna að ég elska þessa vettlinga. Jæja ætla að láta þetta duga að sinni.
Kv. Hafdís prjónasjúklingur

Engin ummæli: