sunnudagur, 10. nóvember 2013

Jæja þá er farið að umhægjast hjá mér ......

Flutti fyrir 4 vikum síðan og líður afskaplega vel í þessari íbúð.

Skólinn gengur framar öllum vonum er búin að vera fá 9 og 9,5 í öllum prófum. Þannig að ég er að koma sjálfri mér á óvart á hverjum degi. Elska að vera í skóla .... hefði aldrei getað trúað að ég hefði átt að segja þetta. Nú eru 3 vikur í jólafrí. Verð að viðurkenna að mér kvíður smá fyrir þessum tíma en við erum í 4 vikur í fríi. Skólinn er svo mikið akkerí hjá mér. En skottið mitt verður í jólafríi á þessu tímabili líka þannig að ætli við bröllum ekki eithvað skemmtilegt.

Adda og Sissó fara til Þýskalands um áramótin. Verð að viðurkenna að þetta verður mjög skrítinn tími. Fyrstu áramótin án Öddunnar minnar.


Hérna er mynd af okkur mæðgunum fljótlega eftir fæðinguna.

Af mér persónulega er það að frétta að ég er komin með kæró ... mér líður svoldið eins og unglingi þessa dagana. Komin í skóla og með kæró. Svoldið skrítið en samt yndislegt. Þannig að þessa dagana er bara mottóið að njóta hvers dags eins og hann væri sá síðasti.

Tilfinningalega er ég í smá sveiflum en það gæti verið verra. Þær eru verstar eftir að ég er búin að heimsækja mömmu og pabba. Verð alltaf svo döpur þegar að ég kveð mömmu. Á svoldið erfitt með að sjá sjúkdóminn ágerast svona hratt. En þetta er víst gangur lífsins. Maður verður að njóta samvista meðan að hægt er.


Mér þykir svo óendanlega vænt um hana.

Jæja kæru vinir læt þetta duga að sinni. Njótið lífsins og látið ekki smá pirring eða áhyggjur skemma daginn ykkar. Það eru jú til lausnir við öllu það er bara að koma auga á þær.


miðvikudagur, 9. október 2013

Ótrúlegt hvað hlutirnir rætast hjá manni.

Er búin að fá íbúð í Hlíðunum á besta staðnum rétt við MH. Get varla beðið  eftir að koma mér fyrir. Flutningur er planaður um helgina og ég skila þessari íbúð af mér 15 okt. Þetta kallast að taka ákvarðanir og framkvæma með stæl.

En síðasta helgi fór í tilfinningarrússiband. Ég má ekki við neinu þegar kemur að svona spennuhlutum.

Semsé Life goes on as usually :)

föstudagur, 4. október 2013

Lífið hræðir mig svoldið þessa dagana ......
Er að fara út fyrir þægindarammann minn og taka stórar ákvarðanir. Tilfinningarnar ( öryggisleysi, vanmáttur, hræðsla, höfnunartilfinning og fl. ) sveiflast svo hratt að ég á fullt í fangi með að vera í núinu. En ég veit að þegar að þessi tími verður búin þá færist aftur ró yfir mig og ég get náð að fókusa aftur á þeim verkefnum sem frammundan eru hjá mér.

Þarf stöðugt að minna mig á hverju ég hef áorkað síðustu 2 árin ..... og þá spennandi tíma sem eru frammundan hjá mér. Það að hafa komist í skólann er að gersamlega bjarga lífi mínu þessa dagana. Ég er að elska þetta ...... er með frábæru fólki, starfsfólkið er yndislegt og það er bara svomikill andi yfir staðnum. Mér finnst ég örugg þarna. Sama hversu illa mér líður þá er þetta staðurinn sem að ég vildi vera á. Jafnvel um helgar þegar að vanlíðanin kemur yfir mig þá vildi ég óska að það væri skóli þann daginn.

Já stundum gerast hlutirnir og maður áttar sig ekki á því fyrr en eftir smá tíma hversu mikilvægir þeir eru og stundum verða þeir hreinlega líflína manns.

Það að vera innan um fólk sem hefur einhversskonar tilfinningavanda og fá þann skilning sem að maður þarf svo nauðsynlega á að halda er dýrmætt. Það er nefnilega erfitt að umgangast fólk sem að maður samsamar sig ekki með og getur ekki sett sig í mínar aðstæður. Það er alltaf tilbúið að koma með ráð um hvað maður á að gera og hvað ekki. Prufa þetta og hitt og efast um að maður sé að gera nákvæmlega réttu hlutina og svo framvegis. Stundum vildi ég óska að fólk vildi treysta mér og leyfa mér að reka mig á og uppgötva það að það er í lagi að gera mistök. Þau eru til að læra af þeim og efla mann í að halda áfram og gera betur næst.

Já maður hugsar mikið þessa dagana um lífið og tilveruna ..... hvert það tekur mann og hvar maður verður eftir 5 ár. En mitt mottó er að lifa í andartakinu ..... því að stundum er það akkúrat það sem að ég næ að ráða við.

Góða helgi kæru vinir.




miðvikudagur, 2. október 2013

Jæja komin tími á smá meira .....

Á sunnudaginn tók ég þá ákvörðun að segja upp leigunni á íbúðinni sem að ég er með hérna Í Rvk. En því fylgja erfiðir dagar og vikur þannig að ég þarf að tipla extra á tánum og trúa og treysta á að það komi eithvað uppí hendurnar á mér sem mér er ætlað að fá. Sem betur fer hefur lífið alltaf spilast vel út hjá mér þó að ég þurfi stundum að hafa mismikið fyrir því og einnig hef ég rekið mig á. En mistök eru til að læra af þeim ekki til að berja sig niður með og sleppa ekki af fortíðardraugunum.

Verð að minnka áreitið í kringum mig og er fjármálaáhyggjur einn af þeim parti. Ætla að finna mér stúdíóíbúð eða herbergi með aðgangi að öllu.  Sé framm á að ég fari á Skagann meira næsta árið og er planið að ég fari alltaf 1 fastan dag í viku og verð nótt með Öddu Steinu. Mér finnst það æðislegt. Þá fæ ég pottþétt að hitta hana 1 sinni í viku í það minnsta :) Svo er náttúrulega að eyða eins miklum tíma með mömmu eins og mögulegt er. Hver dagur, vika, mánuður og ár ...... er dýrmætur eins og staðan er í dag.

Semsé ég ætla mér að fara lifa mjög einföldu lífi næsta árið. Svo þegar að ég útskrifast úr Hringsjá áramót 2014 þá verður planið endurskoðað og hver veit hvað tekur þá við hjá mér. Allavegana er ég alveg sátt.

Er búin að vera taka til í hannyrðabókum og blöðum og búin að skella því inná FB og ætla að losa mig við allt óþarfa drasl. Svei mér þá ef að svona hreinsun er ekki góð fyrir sálina. Held það nú bara.

Æ .... hvað það er nú gott að vera farin að blogga aftur. Smá tæming á huganum og maður tímasetur atburði sem á vegi manns verða.

Kveðja Hafdís sem siglir óhikað áfram í ný ævintýri sem munu einkennast af hófsemi og nægjusemi.

" all you need is love "


þriðjudagur, 1. október 2013

Vá það eru 4 mánuðir síðan að ég bloggaði síðast ....... Verð að viðurkenna að þessi tími hefur flogið áfram á rússibanareið.

Sumarið gekk vel ..... ég var í góðu jafnvægi og ótrúlegt en satt í 1sta sinn síðan að ég veiktist hefur mér fundist eins og það sé ég sem er í ökumannssætinu en ekki öfugt. Ég var svoldið svona eins og landafjandi á milli Reykjavíkur og Akranes en það var yndislegt.

Skottið mitt byrjaði að æfa fótbolta eftir að þau fluttu uppá Akranes þannig að það er búið að vera skrítið að vera orðin fótboltamamma. Hún er búin að keppa á 3 mótum þetta sumarið. Ótrúlegt en satt þá lifði ég af þessi 2 mót sem að ég fór á. Hef aldrei skilið þetta með þessi fótboltamót hvernig þetta stjórnar lífi fjölskyldnanna. En ég verð að gjöruð svo vel að fara setja mig í þessi spor. Ef að þetta er það sem að hún vil þá að sjálfsögðu verð ég þarna
Þessi mynd er tekin í sumar þarsem að þær gerðu sér lítið fyrir og unnu. Að launum fengu þær svo að fylgja Skagaliðinu inná völlinn síðar um kvöldið. Og ómæ það var ekkert smá upplifun. Hún er sko búin að fá þetta fótboltasumar beint í æð.


Eins og þið sjáið hef ég lítið breyst en þessi mynd var tekin í sumar.
En til stórtíðinda þótti er lífið mitt tók alveg óvænta stefnu ..... Ég fékk inní skólann. Ójá .... held að ég hafi verið manna mest undrandi. Hafði sko enga trú á því að ég yrði valin frammyfir helling af fólki þarsem að ég hefði unnið til þess og virkilega lagt mig framm undanfarið 2 ár að sanna það og sýna að ég ætlaði mér að halda áfram þrátt fyrir ýmsar hindranir sem á leið minni hafa orðið.

 Eitt af því sem að ég hef verið að vinna í með sálfræðinginum mínu að ég má taka pláss og ég á rétt á því. Mín upplifun er alltaf sú að ég er að taka pláss frá þeim sem að þarf meira á því að halda en ég. Ef að þetta heitir ekki að vera svoldið veikur þá veit ég ekki hvað. Allavegana sé ég það í dag að ég má taka pláss og á rétt á því eins og hver annar. Enda er ég búin að leggja mig 110 % framm síðustu 2 árin við endurhæfingu mína. Já ótrúlegt en satt það eru rúm 2 ár síðan að ég byrjaði á Hvíta bandinu. En enn í dag þá er ég að að minna mig á þetta með plássið og ég veit svo sannarlega ekki hvenær ég ætla að læra það að ég eigi rétt á plássi eins og hver annar. En ég held áfram að læra og trúa og treysta.
 Hérna kemur í grófum dráttum hvernig þessi 2 ár hafa verið hjá mér.
Fyrst fór ég í 40 + hóp sem að veitti mér svo margt ég kom inn sem algerlega brotin einstaklingur eftir veikindi síðustu ára en í lok ársins þá gat ég viðurkennt en bara smá að ég náði að standa mig .... ég mætti nánast alltaf sama hvað gekk á. En að sjálfsögðu komu dagar ekki margir þó þarsem að ég hreinlega gekk á vegg og komst hvorki lönd né strönd. En maður fékk skilning að það væri í lagi að taka sér pláss og gefa sér leyfi til að anda og standa svo upp aftur. Á þessum tíma kynntist ég yndislegum konum eins og gefur að skilja voru 40 + ég var örverpið þarna og fannst mér ég vera undir verndarvæng þeirra og mér leið vel með það. Þær veittu mér styrk og samkennd að það væri í lagi að líða svona og það eitt að byrja að tjá sig er stórt skref. En ég er og verð alltaf "late bloomer". Í lok þessa námskeiðið var ég rétt að byrja að treysta og sýna að það bjó eithvað í mér annað en Hafdís sjúklingurinn. Og vinnan mín var bara rétt að byrja.
Ég var svo heppin að mér var boðið að halda áfram á Hvíta bandinu. Nú í undirbúningshóp fyrir dagmeðferð. Ég byrjaði þar í lok sumars hm .... 2011 sennilega og það var sko eitt af því erfiðasta sem að ég hef gert. Nú var það ég sem að var ellismellurinn og reynsluboltinn en þó ekki því að ég gerði mér grein fyrir því hvað við ættum glæsilega einstaklinga sem að stíga framm ung að aldri og fara að vinna í sínum málum. Ég vildi óska að ég hefði fengið það tækifæri á þeirra aldrei.Og reynslan mín var ekki einstök og ég hef átt yndislegt líf miðavið marga aðra. En maður getur ekki borið lífsreynslu endalaust með sér. Það kemur að því að maður brotnar og held ég að því lengur sem að maður "fakar það " því hærra verður fallið. Allavegana í mínu tilviki.

Allavegana í þessum undirbúningshóp fannst mér enn og aftur að ég væri að taka pláss frá öðrum sem þyrftu meira á því að halda en ég og ég ræddi það miður mín við sálfræðinginn minn. En ég gaf mér leyfi til að taka þetta pláss af því að mér var sagt að ég mætti það og ég bara treysti að það væri aðrir sem að hefðu rétt fyrir sér. Það gekk ágætlega hjá mér þennan tíma. Það var erfitt að komast inní nýjan hóp og kynnast nýju fólki. Og brjótast enn aftur útúr skelinni og byrja að læra að treysta grúppunni. Enn aftur en eins og með allt annað þá tekur þetta tímabil á enda og við tekur stærra verkefni. 
Næst var það daghópurinn sjálfur. Enn og aftur mætti ég með tárin í augunum og kvíðann í hámarki yfir því hvort að ég kæmist í gegnum þetta og það að ég ætti rétt á plássi og ég væri þess verðug að vera þarna. Sem betur fer að þá þekkti ég nokkra sem að höfðu fylgt mér í undirbúningshópnum þannig að ég var ekki alveg "palli var einn í heiminum". En það að fara í nýjan hóp og byrja að opna sig aftur tók hellings tíma. En að lokum þá varð ég að viðurkenna að þessi vinna mín hún var að skila sér. Eitt af því besta sem að ég upplifði á þessum tíma var að ég var að vinna með starfsfólki sem að bar virðingu fyrir tilfinningum mínum hvort sem að þær voru góðar eða slæmar. Það var í lagi að líða svona og að lokum er það mitt að standa upp og halda áfram. Ég hef sko komist ansi langt áfram á þrjóskunni minni. En það er líka einstaklingunum sem að ég var í meðferðinni með að þakka að ég er hérna enn og komin lengra en ég hefði þorað að vona.
Enn og aftur eftir þetta námskeið var mér boðið að halda áfram á Hvíta bandinu nú var það í lÍfsfærinhóp með fólki sem að var með Borderline og var búin að ganga í gegnum erfiðan tíma rétt eins og ég. Enn og aftur þurfti ég að átta mig á því að ég yrði að treysta öðrum til að leiða mig í rétta átt og þetta væri aðeins enn einn vegvísirinn af því sem að koma skal. Ég kynntist þarna enn einum hópnum en var svo lánsöm að ég þekkti nokkra og það gaf mér ótrúlegan styrk til að aðlagast. Þarna var ég farin að finnast ég farin að vera smá á heimavelli og áttaði mig á því að ég var búin að vinna hellingsvinnu og ég áttaði mig á því að ég var farin að uppskera. En góðir hlutir gerast hægt. 
Í lok árs 2012 var rætt við mig um áframhaldið ..... það var engin pressa en mér var bent þann möguleika á a fara í Hringsjá. Já fara á námskeið og svo í áframhaldi í "skóla". Vá hvað þetta var fjarlægður draumur. En ég hlustaði á aðra og leyfði þeim að leiða mig þarsem að ég hafði enga trú á því að ég gæti látið þennan draum ræðast og ég væri komin það langt í þessari endurhæfingu minni að það væri bara í boði að fara áfram því að ég vildi ekki fara til baka. Líf mitt var farið að skipta máli.
Vorið 2013 fór ég svo í viðtal og á námskeið í minnistækni. Það var sko eitt af því erfiðasta sem að ég hafði gert. Nýr hópur .... aðlögun. Á 3ja degi keyrði ég á vegg og komst ekki frammúr. En eins og ég hef lært síðustu árin þá er í lagi að gefa sér leyfi til að taka pásu þegar að maður er að niðurlotum komin. Að sjálfsögðu mætti ég næsta dag hugrakkari og tilbúin til að klára námskeiðið. Var meirað segja farin að njóta þess að vera komin á skólabekk og hafði fulla trú á því að þetta væri eithvað sem að mig langaði til að hella mér útí.
Í Maí kom svo að því að sækja um skólavistina og fara í gegnum þann feril. Eins og svo oft áður var ég leidd i gegnum þetta og þegar að ég hafði ekki trú á mér þá var ætíð einhver við hlið mér sem að hafði það. Ég lifði af þessi vðtöl og var með smá von í brjósti að ég yrði valin ein af þeim fáu sem að kæmist inn úr rúmlega 100 manna hóp .... já ég litla Hafdís. Sem var farin að leyfa sér að fá örlítið pláss og finnast ég eiga það skilið.
Í byrjun júní fékk ég svo þær góðu fréttir að ég hefði fengið inn í skólann. Vá það voru sko ótrúlegir dagar sem fyldu í kjölfarið misjafnlega góðir en ég gat staðið með sjálfri mér og sannfært mig um að ég ætti þetta svo sannarlega skilið og ég ætti rétt á þessu eins og hver annar. 
Á þessum tíma var ég að sjálfsögðu í Lífsfærni hópnum mínum áfram og bjargaði það geðheilsu minni svo og minn frábæri sálfræðingur sem að hvatti mig og minnti mig sífellt á alla þá vinnu sem að ég væri búin að leggja af baki síðustu 2 árin. Ég get ekki nógsamlega þakkað þeim meðferðaaðilum sem hafa fylgt mér í gegnum þessi 2 árin. Ég er sko búin að vera afskaplega lánsöm að hafa fengið rosalega fært fólk sem hefur leitt mig þegar að ég hef ekki trúað á að ég gæti haldið áfram og það væri þess virði að stand upp aftur og aftur og halda áfram. Lífið væri svo sannarlega þess virði að halda áfram.
Á þessum tíma þá tók ég þá stóru ákvörðun að ganga útúr hjónabandinu mínu og frá stelpunum mínum. Það er ein af mínum erfiðustu ákvörðunum. En svona eftirá var þetta það eina rétta því að ég var algerlega föst í mínu hlutverki og kom mér ekki útúr því. Þ.e.a.s. hlutverki sjúklingsins. Var alveg hætt að trúa á það hlutverk sem að ég hafði að vera móðir og eiginkona. Var sífellt að berjast fyrir því að ég ætti rétt á mínum tilverurétt og ég gæti staðið þetta allt af mér og haft trú á því að ég gæti þetta.
Allavegana þá flutti ég 1 mars alein í 2ja herbergja íbúð í Reykjavík. Það fóru spennandi tímar í hönd þarsem að ég var að læra að öðast þá færni að hafa trú á sjálfri mér og finna að ég gat tekist á við lífið ein og það var svo mikilvægt að finna að ég þyrfti ekki að láta leiða mig. Ég var orðin það sterk að ég gæti þetta og ég þráði að fara taka meiri þátt í lífinu og fór að setja mér markmið. Já ótrúlegt en satt. 
Var komin með 1,5 árs markmið. Fara í Hringsjá og klára þetta 1,5 og hálfa ár.Núna 1 okt ... er ýmislegt búið að ganga á ... ég er búin að vera í skólanum í nokkrar vikur búin að hringja andlega eftir yndislegan tíma og ég stóð upp. Varð að viðurkenna vanmátt minn að ég yrði að lifa með þessum sjúkdómi mínum og það væri í lagi að falla því að það væri eðlilegt þegar að mikið álag er á manni.
Í dag eftir þessar vikur í skólanum og eftir að hafa fengið að vita að mamma mín er greind með Mnd sjúkdóminn þá hef ég farið til helvítis og til baka. Ég hef þurft að eiga við margar tilfinningar misgóðar. Eins og t.d. höfnunartilfinningu að finnast allir yfirgefa mig, "palli var einn í heiminum" tilfinninguna eins og ég segi og þá tilfinningu að lífið haldi áfram við hvert áfall. 
Það að falla í sept 2013 var held ég mitt erfiðasta fall. 2 innlög min inná geðdeild þetta árið og ég gekk á vegg sem að ég hrundi algerlega við. Fór í gegnum tímabil þarsem að ég fór inná deild en útskrifaði mig vegna þess að ég var að taka pláss frá öðrum sem voru meira veikir og einnig vegna þess að ég þurfti að horfast í augu við það að maður þarf að takast á við nýja hluti. Fyrir mér lá að yfirgefa 32 c deildina mína sem ég haf legið á á þessum veikindaárum mínum. Og þurfa að fara inná aðra deild þarsem að ég þekki engan og þarsem að ég þurfti að fá annað geðlækni til að hafa umsjón með mínum málum. En ég er búin að hafa frábæran geælækni sem hefur leitt mig í gegnum veikindi mín síðan 2010 sennilega.. Þessi ár eru svoldið í "blurrí" Á þessum tíma höfum við svo sannarlega gengið í gegnum súrt og sætt. Hún hefur ávallt trú á mér og treystir mér til að taka ákvarðanir um líðan mína hvort heldur sem er vegna lyfjamála og spítalainnlögn. Aðsjálfsögðu hef ég rekið mig á og orðið að bíta í það súra epli að þetta var kannski ekki tímabært að breyta um lyf eða fara út af spítalanum ( vegna þeirrar tilfinningu að ég sé að taka pláss og ég væri svo sannarlega ekki svo veik að ég þyrfti á plássinu að halda ). En hún er alltaf tilbúin a leiða mig áfram og veita mér þann styrk að "no matter what" þá stend ég alltaf upp aftur og erfiðleikarnir eru til að takast á við þá og gera mann sterkari ekki til að buga mann.

Vó .... þvílík langloka hjá mér ..... tíminn er búinn að fljúga og ég er sko ekki næstum því búin að updata síðiustu 4 mánuði. En skólinn kallar og ævintýri dagsins byrja. Ég tek upp þráðinn við fyrsta færi. Það verða ekki 4 mánuðir. Ég lofa því vegna þess að ég finn að það gerir mér gott að skrifa þetta niður og það er ómetanlegt að hafa þetta á blaði í gegnum súra og sæta tíma. Og það sýnir mér það að ég er komin ótrúlega langt í mínu bataferli. En ég á svo sannarlega langt eftir og þarf að læra að taka pláss og treysta mínum eigin tilfinningum. Og minna sjálfa mig á að lífið tekur oft óvæntar stefnur sumar góðar en aðrar slæmar. En að lokum stendur maður ætíð uppi sterkari en maður var áður.
Tek það framm að ég hef ekki farið yfir þetta þannig að eins og sagt er "þetta kemur beint frá kúnni".

Meira seinna :)