miðvikudagur, 5. maí 2010

Daglegt líf

Hvernig stendur á því að maður missir tökin á tilverunni ?
Ég er í algerri naflaskoðun þessa dagana og er búin að uppgötva ýmislegt. Kann ekki alveg að höndla þetta sem að flestum okkur finnst eðlilegt. Þarf til dæmis að undirbúa mig áður en ég fer útí búð. Því að ég er enn að fá þá tilfinningu að ég hreinlega geti þetta ekki,Finnst þetta öðruvísi í Reykjavík þar hverf ég í fjöldan án þess að rekast á neinn. Má alls ekki koma mér í þá aðstöðu að vera of sein eða gefa mér of lítinn tíma ef að ég þarf að gera eithvað. Hjartslátturinn fer uppúr öllu ef að ég byrja að stressast upp.
Svipað eins og að fara til Reykjavíkur ...fyrstu ferðirnar mínar þangað voru mjög erfiðar. Ég er farin að gefa mér auka tíma bara þannig að ég geti gert þetta á mínum hraða. Kom til dæmis á námskeiðið 30 mín. of snemma. Skrítið...... Eg fann fyrir þessu þegar að ég var ófrísk. Þá var bloðþrýstingurinn tæpur og ég lærði að lifa með þessu. Ég hugsa um hvenær þetta byrjaði að fara úr skorðum hjá mér ...... held að það sé komnir 6- 8 mán. Skil í dag ekki að ég skuli hafa þraukað þetta lengi. En finn að botninum er náð. Nú hefjast þessi bataspor að þekkja tilfinningar sýnar og kunna að bregðast við áður en út í vitlausu er farið.

Í dag er ég að fara til læknisins er með hnútinn í maganum og ég ræð ekki neitt við neitt..... verð fegin þegar ég verð búin. En það verður spennufall..... er ekki búin að fatta hvernig maður á að bregðast við. Endilega látið mig vita ef að þið vitið gott ráð.

Fékk heimaverkefni í gær.... Ég á að finna það góða við mig , kostir, hæfileikar, færni og styrkleikar.....
fyrir viku síðan hefði ég ekki fundið mörg.... en ég finn að ég er að meðtaka lífið eins og það er í dag. Er að setja mér markmið og læra ótrúlegustu hluti eins og til dæmis að borða 3 máltíðir og millimál á dag ( nota bene sem er kannski ekki svo erfitt eða hvað ) ... en prufi þið að sitja við borð og gera ekkert annað en að njóta .... engin blöð... ekkert Tv..... engar truflanir. Auðvelt við fjölskyldumáltíðir en þess á milli er þetta meira en að segja það. Bara það eitt að gefa sjalfum sér þennan tíma er þónokkuð.

Hlusta á slökunardisk lágmark 1 sinni á dag...stundum oftar.

Semsagt svona er lífið þessa dagana .... finnst eins og ég þurfi að læra á lífið aftur

Engin ummæli: