Já það er víst orðið yfir líðan mína síðan að ég kom heim. Fyrsti dagurinn var skárstur en eftir það hef ég verið frekar ómögleg. Veit ekki alveg hvað er að gerast með mig .... hvort að þetta sé ferðaþreyta eða bara eftir spennufall.
Á morgun er vika í að ég fari heim ... Usa - verð hjá Kollu systir í Salem sem er rétt fyrir utan Boston.
Ég er ekki alveg að fatta þetta en held að tilfinningin verði góð. Þetta verður góður tími fyrir okkur Sissó. Adda Steina verður heima og mun sofa hjá "öllum" eins og hún orðar þetta svo pent.
Vona bara að ég vakni hress og endurnærð í fyrramálið. Þarf að fara finna þessa góðu tilfinningu aftur. Er búin að vera í einhverju hlutlausu ástandi. Er eiginlega sama en samt ekki. Ekki góður staður til að vera á.
Ég spyr mig hvað mun þetta ástand mitt vara lengi ..... akkúrat núna er ég andlega þreytt .... langar bara að sofa og sofa. Það eru engar langanir í eitt né neitt.
Ég gríp í prjónana af og til .... en það eina sem aðég prjóna eru vettlingar.... treysti mér ekki í eithvað verkefni sem að ég þarf að hugsa við. Vettlingana kann ég og ég er að nota nýju litina úr plötulopanum. Finnst þeir mjög fallegir og sérstaklega með öðrum litum.
Jæja ég ætla að reyna að finn einhverja leið til að ná slökun innra með mér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli