Já það er alltaf tilfinningin mín fyrir þessum stað ( Boston, Marblehead )
Við áttum yndislegt flug .... hef aldrei lent í eins góðu flugi held ég bara ... það var engin ókyrrð í lofti eins og vill oft verða á ákveðnum stað og við vorum á undan áætlun sem þýddi að við fórum frammhjá Boston og tókum góðan sveig Bömmer .... því að ég vildi sko bara lenda og það strax ! En samt sem áður þegar að við vorum lent þá vorum við 15 mín á undan áætlum sem að ég hef bara aldrei lent í á leið til Boston áður. Horfði á 2 fínar myndir í vélinni Marley og me og svo einhverja aðra sem hét Bride eithvað með Kate Hudson og Jennifer Allison. Samt náði ég sko að lúlla í 1 klt. í vélinni. Vel planað sko.
Ég hringdi í Kollu því að ég vissi að hún væri á leiðinni og það passaði , hún var á Lynnway og var ekkert smá hissa að við værum lent og biðum fyrir utan sem þýddi það að hún kom bara og pikkaði okkur beint upp.
Það var yndisleg tilfinning að koma í húsið hennar Kollu .... þetta er svo sannarlega hús sem að hefur sinn sjarma og yndislega sál. Mér fannst ég bara vera komin heim ! Sjúkket fyrir Kollu að Sissó er með mér því að annnars hefði ég kannski bara ekkert komið heim aftur :o)
Við fórum aðeins að skoða garðinn ... Kolla sló og ég fékk aðeins að taka í slátturvélatryllistækið hennar .... við erum sko að tala um sláttuvél með drifi ! já takk sko. Svoldið skrítið miða við mína ræfilslegu rafmagnsslátturvél. Og við erum að tala um að slátturbreiddin hennar er svona næstum helmingi meiri en á minni.
Ég var sko strax farin að sjá fyrir mér að Kolla þyrfti nú að fella af tjánum hjá sér til að fá meiri birtu inní garðinn ... en við erum sko að tala um eldgömul Maple tré sem eru huge. Verð að taka mynd til að sýna ykkur. En Kolla fékk nett sjokk því að þetta myndi kosta heilan fót og hönd í það minnsta því að við erum að tala um tré sem eru hærri en húsið hennar sem er nú samt á 2 hæðum m. kjallara nota bene. Jæja en það vantar nú ekki hugmyndirnar hjá minni sko. Nú vantar bara eins og 1 fötu af fiskimjölinu góða sem að pabbi notar á garðana hjá okkur heima. Þá yrði grasflötin að aftan sko flott.
Mr. Jinx tók sko vel á móti okkur og er strax farin að flakka á milli taskna til að kúra á ... hann elskar ferðatöskur.
Við fórum svo með hann Sissó minn í Market Basket sem er svona ansi stór búð og er með rosalega fínt verð á vörum ... Það fóru sko ýmsar hugsanir hjá mínum manni ... vá ... eithvað kemur í kassann á þessari búð á hverjum degi. Við erum sko að tala um að innkaupakerrurnar eru sko mikilu stærri en þessar týpísku heima og fólk var oftar en ekki með troðfullar kerrur.
Við náttúrulega urðum að fara í gegnum alla gangana og skoða svona næstum því allt. En minn maður missti sig þegar að hann sá kælinn með öllum McCain frönskunum .... vá ! Ójá hann er sko ágætur.
Síðan var valin þessi flotta steik á grillið, ferskur maísstönglar og sætar kartöflur svona til að toppa þessa yndislegu máltíð og jammí ... það klikkaði ekki. Svei mér þá ef að það verður ekki svona steikur á hverjum degi hér eftir. En semsé við fórum í okkar fyrstu matvörubúð í gær ... sé framm á að ég skilji Sissó minn bara eftir í einni slíkri þegar að ég þarf að fá frið í fatabúðum eða búðum almennt.
Kvöldið var svo bara tekið rólega og farið frekar snemma í koju ... en morgunhaninn ég var vöknuð 5:30 sem er 9:30 á ísl. tíma sem telst nú að sofa út hjá mér sko. Þarf aðeins að laga tímamuninn hjá mér sko.
Í dag spáir betra veðri en í gær en sólin á að skína og á ég von á að það fari eithvað vel yfir 20 á C. en er þó ekki með þessar hitatölur á hreinu ... það var um 76 á F.
Í dag er planið að njóta dagins og jafnvel að skutla Kollu í vinnuna ... við Sissó þurfum að kaupa okkur góða gönguskó svo að við getum farið að labba hérna um ... ég er nefnileg algerlega í essinu mínu en vantar góða gönguskó. Ég get náttúrulega ekki beðið eftir næsta rigningadegi .... ó nei ....!
Fékk sendinguna frá Knit pro í gær ... oh ... það voru svona littlu jól hjá mér .... fékk helling af dásemdarhlutum. M.... nú get ég varla beðið eftir að komast í garnbúð. Það er ein í Marblehead sem að ég er búin að finna sem ég þarf nauðsynlega að komast í fyrr en seinna.
Ég var einnig búin að fá sendingu frá Jcpenney .... það var sko flott því að mig vantaði boli þarsem að ég var að verða fatalaus ! sem gengur náttúrulega ekki einu sinni í Ameríkunni góðu.
Jæja nú er nóg komið af þessu gaspri .... en svona var fyrsti dagurinn minn í Ameríkunni góðu :o)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli