Heklað dúkkuteppi úr afgöngum. Heklaði í júní -júlí en ákvað að klára loksins verkið.
Vettlingar sem að ég prjónaði útí Ameríku en átti eftir að klára þumalinn og ganga frá. Loksins ... búið
Þennan prjónaði ég hinsvegar núna í ágúst ... úr dásamlegu garni sem að ég keypti í Ameríku. Þetta var Bamboo eithvað. Og liturinn algerlega minn :o)
Prjónaði þessa um helgina úr afgöngum. Á eftir að sauma eithvað í þá svona til að gera þá aðeins meira Girlí
Finn að eirðarleysið er að minnka þannig að vonandi get ég aðeins farið að grípa meira í prjón og hekl. Á bunch af tilbúnum dúllum sem að ég þarf að fara klára. Það verður teppi handa henni Öddu Steinu. Búin að leggja það á rúmið og raða saman og það verður rosalega flott. En það er nánast bara prjónað úr afgöngum. Kellan er sko að vinna upp afganga þessa dagana :o)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli