laugardagur, 26. mars 2011

Þokunni að létta

En eftir situr berstrípuð sálin í höndunum á konu sem er varla að höndla að keyra hvað þá að byggja sig upp.

Síðasta vika hefur verið mér mjög erfitt. Búið er að grafa í neðstu minningar hugans og nýjar eru farnar að poppa upp. Mis erfiðar þó. Í dag er ég heima hjá fjölskyldunni minni og er að hvetja mig áfram því að ég ætlaði að vera 2 nætur. Tók þá ákvörðun alveg sjálf og hélt að það væri auðvelt. En hugurinn er erfiður í dag og veit ég ekki hversu mikil skemmtun það er að vera við hlið mér. Skottið er alsæl með mig og maðurinn en sjálf er ég eins og hrísla í vindinum því að það er mjög stutt á milli gleðitilfinningar og sorgartilfinningar.
Á mánudaginn á ég að fara hitta sálfræðing. Hingað til hef ég bara verið í höndunum á geðlækni og fyldarliðs hans. Vildi óska að það væri til töfrapilla til að slá á þessar tilfinningar sem brjótast um í huga mér. Ég læt mér ekki detta í hug að gera plön langt framm í tímann. Því að ég veit aldrei hvernig morgundagurinn verður.
Enn er verið að breyta lyfjunum þannig að ég er ekki alveg að sjá að ég sé að fara heim alveg á næstunni. Skrítin tilfinning því að þegar að ég fór inn þá hélt ég að ég væri að fara í nokkra daga en nú er komin 5 og hálf vika.
Ég get lítið gert í höndunum sökum vöðvabólgu. Þannig að ég er ósköp eirðarlaus. Nú hefði verið gott að geta tekið bólgueyðandi en ekki er það hægt útaf lyfi sem ég er á. Þannig að ég verð bara að vera þolinmóð og hlakka til að fara í svæðanuddið sem ég á á þriðjudaginn. Það er eiginlega mesta dekrið sem að maður fær og það sem mann hlakkar mest til alla vikuna.

Jæja læt þetta duga að sinni.
Kv. Hafdís

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú stendur þig vel Hafdís, vonandi er þetta allt á réttri leið. Batakveðjur frá Lundi...Elsa.

Helga Arnar sagði...

Sendi þér hlýjar hugsanir í tonnavís Hafdís mín.
Þín Helga