Er komin á fullt aftur .... svo mikið að ég má ekkert vera að því að skrifa færslur lengur !
Búin að hitta sækó og hún var rosalega ánægð hvað ég kom vel útúr þessu hrasi mínu. Sem entist ekki nema í 2.5 dag. En þetta var ákveðið áfall samt að það þyrfti svona lítið til. En ég er samt bara orðin gamla Hafdís nema hvað úthaldið er ekki eins mikið. Er farin að fara út að hitta fólk og fara í heimsóknir sem að ég hef ekki gert í guð má vita hvað langan tíma.
Þvottavélin bilaði um helgina eins og ég .... við kváðum upp dauðadóm enda orðin 21 árs gömul. Í þessum töluðum orðum er verið að setja nýja vél í þvottahúsið að sjálfsögðu AEG sem tekur heil 7 kg. af þvotti. Ekki veitir af. Við verðum sjálfsagt 2-3 daga að vinna upp þvottahauginn sem kominn er.
Adda Steina kom í gær og hún var alsæl eftir velheppnaða ferð til Þýskalands með ömmu Signý. Hún var vægast sagt úrvinda í gær. En þetta barn hefur endalausa orku ótrúlegt. Tekur sennilega slatta af minni.
Jæja ætla að láta þetta duga að sinni.
Kv. Hafdís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli