Jæja ég er enn á lífi en síðustu dagar hafa verið mér erfiðir. Ég er búin að vera með þvílíka spennu í líkamanum og er ég að komast á það stig að ég bara verð að fá smá brake.
Ég ætla ekki að fara í iðjuna á eftir en ég var vöknuð 5:30 og sofnaði sennilega um 1:30 í nótt. Ég heyrði í Helgu Rós og gekk flugið og tollurinn vel. Held að ég sé akkúrat núna í spennufalli.
En þetta er einmitt það sem lýsir mér svo vel. Í dag er ég að fara til sjúkraþjálfa og veit ég að það á eftir að verða rosalega erfiður tími fyrir mig því að ég er með axlirnar uppað eyrum v. Spennu síðustu daga. Svo til að toppa ánægjuna þá á ég tíma í svæðanuddi eftir hádegi. Þannig að það er gott og slæmt.
Ég veit ekki alveg hvað Geðteamið mitt segir en vona bara að þau treysti mér áfram og viti hvenær ég er alveg að hrynja niður. Ég vil ekki fara frammaf.
Jæja ég ætla að ath. hvort að verkja / bólgueyðandi töflurnar séu farnar að virka og hvort að ég geti lagt mig.
Cio bella
Engin ummæli:
Skrifa ummæli