laugardagur, 11. júní 2011

Komin heim eftir 8 klt. svefn. Metið síðustu 5 vikur.

Tilfinninginn er dásamlegt .... verð samt að viðurkenna að ég er orðin þreytt eftir 2 klt ! Spurning um að taka smá göngutúr með Lúnuna yndislegu. Og spurning hvort að Adda Steina vilji fara með mömmu sinni.

Plan helgarinnar er bara að njóta þess að vera til.

Fór til miðils í gær. Það var ótrúlega skrítið en skemmtileg upplifun. Nú bara bíð ég eftir að finna eithvað gott. Reyndar var mjög skrítið hann lét mig kíkja í spegil eftir tímann og ég hef bara séð í gegnum spegla síðustu árin. Núna horfði ég í döpru augun og á þessa konu sem að ég þekki svo vel en hef bara ekki séð. Ég endaði svo á því að skæla. WAIRD !

Það var annað atríði í gær sem að fékk mig til að brotna. Sálfræðingurinn var að kenna mér að anda þegar að ég kæmist í til dæmis kvíða eða aðstæður sem stressa mig. Ég náði ekki 1 mín. þá var ég komin í kvíðakast. Vá hvað mér leið illa nú á ég að æfa mig á hverjum degi 3 á dag til að lengja tímann.

Semsé lærdómurinn er hafinn.
Kv. Hafdís

Engin ummæli: