Jæja þá er ég byrjuð á Hvíta bandinu. Ég verð að viðurkenna að só far er ég ekki alveg að finna mig. Í fyrsta skipti hentum við bolta á milli okkar og sögðum nöfnin okkar sem var í lagi en samt mjög spes. Í öðrum tíma var myndlist og átti maður að teikna tilfinningarnar á blað ó mæ ..... ég held að ég þurfi aukatíma í þessu og örlitla þolinmæði í viðbót ef að ég á að geta setið þarna og sett strik á blað. Nú svo í dag þá var verið að tala um m.a. gjörhygli ... já hún er álíka skemmtileg eins og orðið. En þegar að við áttum að fara í slökunina þá fór kellan nú alveg með sig ..... óróleikinn og umferðin ( fyrir utan ) varð í vegi. Er engan vegin að ná þessari slökun þegar að ég kem eftir að vera búin að keyra ofanaf Skaga. En ég lofaði sækó að þrauka í mán. og það geri ég með þrjóskunni ..... gef þessu tækifæri.
Á morgun förum við Lúna uppá Dvaló að heimsækja heldri borgarana. Það verður örugglega mjög gaman. Veit ekki alveg á hverju við eigum von á þarsem að þetta hefur ekki verið gert á Akranesi áður. En ég er spennt og hlakka bara til.
Á morgun er einnig frí í leikskólanum sem þýðir algeran þolinmæðis dag hjá mér .... ég verð að taka þetta af æðruleysinu og dæsa djúpt. Addan mín er að blómstra þessa dagana hvert gullkornið af fætum öðrum. Ég elska þennan aldur jafn mikið og ég get átt erfitt með hann. Maður er svo skrítinn. En ég ætla samt ekki að segja ykkur hvað mér líður miklu betur en fyrir Reykjalund. Þá hefði ég verið með kvíða "skitu" fyrir svona dögum. Núna tek ég þessu með jafnaðargleði og dreg djúpt andann. Veit að það er alltaf time out þegar að Sissó kemur heim ef að ég þarf á því að halda.
Enn gengur ekkert að finna íbúð í Rvk eða nágrenni. Verð að viðurkenna að þessi markaður er að drepa mig úr leiðindum. Hef eytt alltof miklum tíma í tölvunni við íbúðarleit. Og er ekki að fílaða. Var jú boðið íbúð á 255 kall í kvöld. Er ekki viss um á hvaða lyfjun þessi elska var en þakkaði pent þarsem að ég er jú bara á endurhæfingarlífeyrir en ekki forstjóralaunum. Hefði kannski átt að skoða og sjá hverju ég væri að missa af !
Er búin að baka brauð 2 sinnum þessa vikuna ég legg nú ekki meira á ykkur .... só far þá hakkar Helga Rós þetta í sig og Sissó bölvar rúsínunum sem er jú eina sætuefnið í því og þaraf leiðandi algerlega ómissandi. Uppskriftina fékk ég uppá Reykjalundi en ekki hvað. Tók mig ekki nema 2 mán. að hafa mig í að baka það!
En svona gengur það .... day by day.
Bið að heilsa að sinni. Kv. Hafdís andvaka ( er að skrópa að taka svefnlyfin og slökunartöflurnar svo að ég verð úber hress í fyrramálið ).
Engin ummæli:
Skrifa ummæli