Ég hef mikið hugsað um að eyða þessu bloggi og losa mig við allt sem að ég hef skrifað en það er eithvað sem að heldur aftur af mér.
Líðan mín síðustu vikurnar er búin að vera góð og slæm ég er í tilfinningarússibanareið og þetta ætlar engan endir að taka.
Líðan mín síðustu vikurnar er búin að vera góð og slæm ég er í tilfinningarússibanareið og þetta ætlar engan endir að taka.
Síðustu 2-3 vikur hef ég deyft mig með mat/sætindum. Ég veit ekki hvernig ég á að komast útúr þessum vítahring ég veit það bara að ég ét til að mér líði betur. Og það virkar megnið af tímanum.
Ég er um það bil að vera búin að éta mig á botninn í þetta skipti viktin fer um það bil að sýna þyngstu töluna sem að ég hef séð og ég fæ nóg. Akkúrat núna er mér nákvæmlega sama 50 % af deginum hvað ég borða og ég bara borða. Mér líður vel á meðan að ég borða og eftir það.
Hvað er til ráða ...... ef að ég vissi það þá væri ég sennilega rík. Það er auðvelt að segja farðu út að ganga.... borðaðu ávexti .... grænmeti og eithvað hollt í staðinn fyrir óhollustuna. Það veitir mér ekki sömu huggun að naga gulrót eins og að borða súkkulaði.
Ég tel mig vita um upptökin á þessu en það byrjaði þegar að ég fékk nammið á koddann minn. Síðan þá er þetta það eina sem virkar só far fyrir mig til að deyfa mig þegar að ég er að takast á við erfiðar tilfinningar. Ég er búin að vera í þessu munstri í mörg ár og man ég ekki eftir árum þarsem að ég er laus við þetta. Alltaf þegar að upp kemur einhver tilfinningakrísa þá ét ég mig í gegnum hana.
Það sem að er búið að vera í gangi síðan á áramótum:
Ég er búin að opna á misnotkunina á Hvíta bandinu
Ég ætla / ætlaði að yfirgefa mann og dætur ( gaf sjálfri mér 2 mán. til að taka ákvörðun sem væri ekki svona lituð af tilfinningum mínum þann daginn )
Ég er samt að lifna við ég fór í lit og vax í gær ..... er að fara á föstudaginn til að láta gera eithvað huggulegt við hárið á mér. Þannig að ég er aðeins að vakna upp. En þegar að ég lít í spegil þá upplifi ég mig 25 kg. léttari ég lít í spegil og neita að horfast í augu við staðreyndir.
En ég skal ná að komast í gegnum þetta einhvernmegin.
Kv. Hafdís
Ég er samt að lifna við ég fór í lit og vax í gær ..... er að fara á föstudaginn til að láta gera eithvað huggulegt við hárið á mér. Þannig að ég er aðeins að vakna upp. En þegar að ég lít í spegil þá upplifi ég mig 25 kg. léttari ég lít í spegil og neita að horfast í augu við staðreyndir.
En ég skal ná að komast í gegnum þetta einhvernmegin.
Kv. Hafdís
2 ummæli:
Knús á þig Hafdís mín...bestu straumar frá mér til þín. kv. Elsa.
Knús og kærleikur til þín, gangi þér vel. Þú ert allavega að gera meira en margur, þú ert að takast á við hlutina með aðstoð ;)Þetta hefst með tíð og tíma!
Þín, Helga A.
Skrifa ummæli