sunnudagur, 10. nóvember 2013

Jæja þá er farið að umhægjast hjá mér ......

Flutti fyrir 4 vikum síðan og líður afskaplega vel í þessari íbúð.

Skólinn gengur framar öllum vonum er búin að vera fá 9 og 9,5 í öllum prófum. Þannig að ég er að koma sjálfri mér á óvart á hverjum degi. Elska að vera í skóla .... hefði aldrei getað trúað að ég hefði átt að segja þetta. Nú eru 3 vikur í jólafrí. Verð að viðurkenna að mér kvíður smá fyrir þessum tíma en við erum í 4 vikur í fríi. Skólinn er svo mikið akkerí hjá mér. En skottið mitt verður í jólafríi á þessu tímabili líka þannig að ætli við bröllum ekki eithvað skemmtilegt.

Adda og Sissó fara til Þýskalands um áramótin. Verð að viðurkenna að þetta verður mjög skrítinn tími. Fyrstu áramótin án Öddunnar minnar.


Hérna er mynd af okkur mæðgunum fljótlega eftir fæðinguna.

Af mér persónulega er það að frétta að ég er komin með kæró ... mér líður svoldið eins og unglingi þessa dagana. Komin í skóla og með kæró. Svoldið skrítið en samt yndislegt. Þannig að þessa dagana er bara mottóið að njóta hvers dags eins og hann væri sá síðasti.

Tilfinningalega er ég í smá sveiflum en það gæti verið verra. Þær eru verstar eftir að ég er búin að heimsækja mömmu og pabba. Verð alltaf svo döpur þegar að ég kveð mömmu. Á svoldið erfitt með að sjá sjúkdóminn ágerast svona hratt. En þetta er víst gangur lífsins. Maður verður að njóta samvista meðan að hægt er.


Mér þykir svo óendanlega vænt um hana.

Jæja kæru vinir læt þetta duga að sinni. Njótið lífsins og látið ekki smá pirring eða áhyggjur skemma daginn ykkar. Það eru jú til lausnir við öllu það er bara að koma auga á þær.


Engin ummæli: