Hérna er mynd af vettlingum ... mynstrið er ótrúlega skemmtilegt svo sakar ekki að það er frekar fljótprjónað. Gert úr 2földum plötulopa og uppskriftin er úr vettlingabókinni hennar Kristínar Harðar. Held að ég verði alltaf að láta eins og 1 mynd fylgja með hverju bloggi.
Foreldrar minir eru að koma heim eftir dvöl á Kanarí ... verð að viðurkenna að ég er farin að sakna þeirra .. þau fóru út 15 jan. En tíminn flýgur þessa dagana. Vika í páskafrí og vika í að ég fái páskahúsmæðra orlof.
Sissó og stelpurnar fara vestur en ég verð hérna í kotinu og passa hús og ketti.
Hver veit nema að ég prjóni eithvað skemmtilegt á meðan. Kláraði í gær par af vettlingum með áttablaða rósinni. Set mynd þegar að ég er búin að þvo þá. Þannig að þá er sp. hvað tek ég mér næst fyrir hendur ....Þyrfti að prjóna 1 par af kk vettlingum .... og gefa í gjöf. Hver veit ... kannski að ég skelli mér í það.
Annars er ég ótrúlega mikið að hugsa um prjón og mynstur þessa dagana. Vildi óska að ég ætti svona mynsturforrit þarsem að maður getur gengið út frá ákveðnum formúlum og gert munstur inní :o) Já hámark letinnar á þessum bæ. Kannski að ég skelli mér í að gera í Exel bara :o) Er með ákv. vettlingauppskrift í huga sem að mig langar að gera. Er vettlingaóð þessa dagana.
Jæja ætla að láta þetta gott heita að sinni
Hafdís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli