fimmtudagur, 18. mars 2010

Andvaka

Ég er búin að liggja andvaka uppí rúmi síðasta hálftímann og gafst svo upp .... ákvað að koma aðeins framm og setja á blað hugsanir mínar. Er með uppskrift að vettlingum í hausnum sem er að poppast út. Skil ekkert í þessari sköpunargáfu ! Nú þarf ég bara að koma henni í exel form og prjóna. Set svo mynd þegar að þetta verður klárt.

Kláraði 1 par af barnavettlingum í kvöld. Sígillt Norskt munstur. Dóttir mín er nefnilega að fara í afmæli um helgina ( held ég ). Finnst gaman að láta fljóta með eithvað sem að ég hef gert. Vona bara að stelpuskottið verði ánægð með þá. Allavegana er Adda Steina búin að panta 1 handa sér og 1 handa Steinunni Ellu vinkonu sinni :o) já hún hugsar sko vel um vini sína.

Jæja ég ætla að hætta þessu og skella munstrinu á blað.

Bið að heilsa að sinni.

Hafdís

Hér fyrir neðan er mynd af vettlingum sem að ég prjónaði fyrir jóla. Prjónað úr 2földum plötulopa. Uppskrift eftir Kristínu Harðar. Sama munstur og í fyrra bloggi.

Engin ummæli: