Ótrúlegt en satt ... það er vor í lofti og veðrið yndislegt.
Adda Steina var að fara í 4 ára afmæli til Írisar vinkonu sinnar. Ég prjónaði handa henni vettlinga og svo á ég að prjóna aðra handa Öddunni minni. Þeir eru prjónaðir úr Perfect garni og stærðin á þeim er ca. 4-6 ára. Bara nokkuð ánægð eð það hvernig þeir komu út. Hef ekki notað þetta garn áður. Ég gæti sjálfsagt endalaust verið að ..... ef að maður aðeins gæti.
Sissó minn fór að vinna þannig að ég er home alone. Nýt þess að fá smá tíma fyrir mig :o)
Er búin að búa til mynstur af stelpuvettlingum sem að ég á eftir að prjóna. Hlakka til að sjá hvernig þeir koma út. Og að sjálfsögðu skelli ég inn mynd þegar að þeir klárast.
Það er yndislegt að vera búin að endurheimta foreldrana heim. Verð að viðurkenna að ég var farin að sakna þeirra. Enda er rúmlega 8 vikur lengi að líða.
Jæja ég ætla að fara nýta tímann í eithvað annað en tölvufikt.
Skottið mitt ... á leiðinni í afmæli ... hún verður 4 ára í september
Engin ummæli:
Skrifa ummæli