Jæja ekki hef ég staðið mig í bloggi þessa síðustu daga.
En það er búið að vera uppgjör í gangi hjá mér.
Eftir páska fór ég í vinnuna og var spennt að komast á meðal vinnufélaga aftur. En það sló mig algerlega tilfinningin sem helltist yfir mig þá um nóttina. Vaknaði með rosalegan hjartslátt þannig að ég ætlaði aldrei að ná að róa mig niður. Hélt að ég hefði náð að hvílast og ná jafnvægi um páskana en svo var ekki.
Ég byrjaði strax í þeim vítahring sem að ég var komin í fyrir páskafrí. Ég eyddi restinni af þessari nótt í að hugsa mikið og grenja mikið .... skrifaði bréf ... og kom frá mér allskyns hugsunum sem komu í kollinn á mér. Var búin á líkama og sál. Ég tilkynnti veikindi í vinnunni og hvarf í athvarfi mitt. Svefninn..... Ég svaf og svaf.
Fór ekki í vinnuna næstu vikuna og ráðfærði mig við konu á LSH sem að ég hef verið að hitta í veikindum mínum um áframhaldið. Erfið skref voru tekin en í dag veit ég fyrir víst að þau voru hárrétt hjá mér.
Ég viðurkenndi vanmátt minn í þessum veikindum mínum og komst að því að það væri ekki hægt að halda svona áfram. Ég hef ekki náð heilum mánuði í vinnu án niðurbrots síðustu 5 mán. Og var þó megnið að tímanum ekki að vinna fulla vinnutíma ( sem er 6 klt. hjá mér ).
Ég er komin í veikindaleyfi í vinnunni...... núna viku seinna..... finn ég að ég er að ná jafnvægi .... en ég er að kljást við sjálfa mig ...... finnst mjög óþæginlegt að fara á meðal fólks. Þarf eiginlega að fá einhvern með mér ef að ég þarf t.d. að fara í búð. Er ekki tilbúin í að lenda í samræðum við fólk sem að ég umgengst ekkert. Stend mig að þvi að ég er komin mun lengra inní mig en ég taldi mig vera.
Þegar að ég vann þá þraukaði ég að vera innan um vinnufélaga og svo þegar heim var komið var ég búin á því andlega og gerði lítið meira þann dag.Að fara í rúmið kl. 18 gerðist yfirleitt 1 sinni í viku eða oftar.
Nú viku seinna átta ég mig á því að ég var hætt að sinna 3.5 árs dóttir minni ... flesta daga hafði ég ekki úthalda í það .
Átti dag með henni einni í gær.... við tókum til í herberginu hennar sem var algerlega á hvolfi , bökuðum möffins, fórum saman í þvottahúið og horfðum á mynd. Eithvað sem á að vera sjálfsagt .... en þetta var 1 dagurinn okkar saman í langan tíma sem að ég hafði úthaldið í hana og naut þess að vera bara við tvær. Hún tók utan um mig og sagðist elska mig .. var stollt af sjálfri sér að eiga svona fínt herbergi.
Ég sagði við Sissó minn þegar hann kom heim ... þetta var besta stundin mín með dóttir minni í mjög langan tima. Ég var að fatta hvað lífið er dýrmætt og hvað ég er búin að eyða mörgum mánuðum i vitleysu ..... í stað þess að viðurkenna fyrr mér og öðrum að ég væri ekki að höndla lífið eins og það er búið að vera í svo alltof langan tíma .... fyrstu árum dóttir minnar.
Einu sinni gat ég .. gengið á fjöll ...... hjólað yfir 100 km. á viku..... farið út á meðal fólks, verið ég sjálf og notið mín ...... gert áætlanir um framtíðina .... og fl.....
Í dag tek ég einn dag í einu ..... stundum bara 1 klt. í einu ..... hef misst áhugan á öllu sem heitir útivera og heilbrigður lifstíl, algerlega áhugalaus um mat... fæ "kast" ( hausverk, hjartslátt ) ef að ég er að fara að gera eithvað sem sem er ekki í venjulegu rútínunni. Hef ósjaldan afboðað mig.... m.a. í vinnustaðapartý, árshátíð, afmæli og fl. Er orðinn fangi ....
En nú er komið nóg. Er að byrja á námskeiði í Hugrænni Atferlismeðferð - HAM, og er að fara hitta konu sem að hefur margra ára reynslu í að hjálpa fólki sem hefur farið útaf sporinu. Allt þetta í þessari viku.
Ég er stollt af mér. Fyrir að hafa tekið ákvörðun áður en ég brotnaði alveg .... ég er boginn en ekki alveg brotin. Ætla að vinna bug á þessu og komi til baka sterkari en áður.
EN ! það sem þykir verst .... prjónaáhuginn er enginn í dag..... Ég eiri mér illa ! Líkar það ekki. Var á Ravelry að reyna að kveikja í sjálfi mér en só far ekkert..... En Það skal koma
Engin ummæli:
Skrifa ummæli