sunnudagur, 11. apríl 2010

Fjallafegurð

Maðurinn minn var á ferðinni fyrir Vestan um páskana og tók þessa mynd .... þvílík fegurð. Það er annað en við hérna á Vesturhorni landsins .... yfirleitt ekki mikið um þessa vetrarfegurð en ég kann því vel engu að síður.
Svo er það náttúrulega þessi sem sýnir að það getur jú snjóað það mikið að það verður allt kolófært vegna snjóflóða og snjóflóðahættu. En þetta var mikil upplifun fyrir unglinginn minn sem hefur aldrei komið í kynni við alvöru snjóflóð. Hef það heldur ekki en get alveg lifað án þess :o) Jæja læt þetta duga að sinni. Þarf að fara taka myndir af því sem að ég hef verið með á prjónunum en læt þetta duga að sinni.

Engin ummæli: