Jæja það er komið að því ... er að fara hitta nýjan lækni á morgun ....
Tilfinningarnar eru ansi blendnar. Ég var í tilfinningarússibana í gærkveldi.... endaði á að gráta mig í svefn. Ég höndla mjög illa að þurfa að gera eithvað sem að ég hef ekki gert áður.T.d. að hitta einhvern nýjan. Upplifði þetta þegar að ég byrjaði á Ham námskeiðinu. Allur dagurinn var tilfinningarússibani ! og það var seinni part dags. Ég á sem betur fer að mæta í fyrramálið.
Ég er búin að reyna að undirbúa mig undir þetta ... þannig að ég vona að þetta gangi vel.
Ég er búin að vera reyna að finna aftur prjónaástríðuna .... hef náð að prjóna nokkur pör af vettlingum.... en eirðarleysið í mér er of mikið til að ég legg í einhver flókin verkefni. Var byrjuð á einu en hætti þarsem að hugur minn er allt of mikið á flakki til að ég nái að einbeita mér. Glatað !
Þá eru rétt rúmar 4 vikur í að við Sissó förum til Kollu í Ameríku. Það eru blendnar tilfinningar í mér .... hluti af mér segir að þetta verði frábært .... mér líður alltaf eins og ég sé komin heim þegar að ég fer þangað. Enda ekki skrítið var þar í rúmt ár ... og hef farið þangað nokkru sinnum eftir það. En svo er það hinn hlutin af mér .. mun ég höndla þetta ? Skrítið ... mér líður eins og að ég sé búin að missa einhvern hæfileika hjá mér. Hef enga stjórn á mér þegar að það fer af stað. En það sem að ég hlakka þó mest til er að finna sumarlyktina ... þegar að ég fór út í fyrravor þá labbaði ég niður að strönd kl. 5 um morguninn eftir að ég kom .. það var ótrúlegt .... ég var nánast ein á ferð .... fyrir utan morgunárisula hlaupara og göngugarpa. Þá var ástandið á mér að byrja ..... ég man að ég gekk með tárin í augunum síðustu metrana að ströndinni ... horfði út yfir sjóndeildarhringinn og fannst þessi stund fullkomin. Hefði vilja stoppa þar og nú. En bestu stundirnar endast því miður ekki lengi. En þær eru í minningunni fullkomnar.
Mér finnst ég vera svoldið ein á báti þessa dagana ..... þó að ég hafi yndislega fjölskyldu og eiginmann sem að bakkar mig upp þá er ég samt að upplifa skrítnar tilfinningar. Lífið er skrítið .. finnst það ekki meika sens þessa dagana.
En það hlýtur að lagast með hækkandi sól.
Smá update : eftir daginn í dag.
Fór til læknisins í dag ... mikið var þetta erfitt. En hef fulla trú á að hann eigi eftir að hjálpa mér meira. Sissó minn fór með mér til halds og traust. Hann ávísaði á mig töflur við kvíða og tók ég eina eftir tímann hjá honum og lagði mig í 3 klt. Það er ótrúlegt hvað mér líður betur akkúrat núna .... fór og sló garðinn og við Sissó tókum göngutúr með skottið eftir kvöldmat. Nota bene ég stakk uppá því !
Kv. Hafdís rjóð í kinnum eftir daginn :o)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli