mánudagur, 24. maí 2010

Ótrúlegt en satt

Eftir þessa viku er ég farin að finna sjálfa mig aftur. Þessar töflr sem að læknirinn ávísaði á mig eru að gera kraftaverk. Ég er orðin rólegri og yfirvegaðri. Er farin að treysta mér í hluti sem að ég hugsaði um en gat engan vegin komið mér í. Hvernig er hægt að komast í þessa aðstæðu ?
     Þessi helgi er búin að vera yndisleg. Í gær sló ég garðinn, vökvaði hann,  og bar á garðbekk,tröppur og blómakassa.... ég hefði sko alveg verið til í að halda áfram. En ég var stoppuð af þarsem að við vorum búin að ákveða að fara í garðinn til Þoreyjar og hittast og grilla saman. Svo fóru strákarnir í pottinn. Ekkert smá nice. Svei mér þá ef að ég verð ekki búin að fá smá lit eftir þessa helgi.
Ekki seinna vænna .... nú eru rétt 3 vikur þangað til að við förum til Kollu og Elíasar í Ameríkunni góðu. Nú er mér farið að hlakka til og efinn um að ég geti þetta er alveg farinn. Veit að þetta verður frábært.
    Ég fór á fyrirlestur http://www.heilsuthjalfun.is/is/page/30_daga_hreinsun_a_mataraedi með Þórey. Er að reyna að ná tökum á mataræðinu. Og ekki sakar að löngunin er að koma. Ham námskeiðið er að hjálpa mér mikið. Það að leita í mat þegar að manni liður illa er skelfilegt. Enda er ég í minni hæstu tölu viktarlega. En hef þó aðeins sigið og mun örugglega halda því áfram eftir því sem að orkan eyks og vinnugleðin kemur aftur.
    Fattaði í vikunni að ég er farin að elska stundinar hjá okkur Öddu Steinu á morgnanna ..... Ég er farin að sjá hlutina i allt öðru ljósi og finnst agalegt að hafa misst af svo miklu hjá henni. Það er samt ekki nema 2vikur siðan að ég grét mig í svefn og litla skottið var að knúsa mömmu sína og spyrja hvað var að. Það er erfitt að útskýra fyrir skottinu þetta. En finnst eins og hún finni á sér að ég sé að ganga í gegnum erfiða hluti. Hún passar vel uppá mömmu sína.
    Nú er Helga Rós farin á Ísafjörð og verður þar að vinna í sumar. Það er skrítið en ég samgleðst henni svo. Komin tími fyrir hana að sjá eithvað nýtt. Það var kominn skólaleiði í hana og hún var búin að vinna mikið aukalega í vetur þannig að það var komin tími á eithvað nýtt.
     Jæja læt þetta duga að sinni ... enda kallar góða veðrið á mann.

Engin ummæli: