miðvikudagur, 26. maí 2010

Fall nr. 2 þessa vikuna


Ég bara kann mér ekki hóf !!!!!

Dagurinn byrjaði yndislega ... við mæðgur fórum út á hjóla áður en haldið var á leikskólann. Fann hjólafiðringinn fara um  mig. Dreif mig svo heim og þvoði og bónaði hjólið. Áður en ég vissi af var ég búin að plana hjólaferðir eins og ég gerði árið 2003-5 ..... semsagt 60-120 km á viku. Hvernig stoppar maður hugann þegar að andlega og líkamlega hliðin getur ekki ?

Fór svo í lökkun á táneglu ... hún þjalaði hornin og skellti svo á mig lakki .... en án gríns mér fannst ég vera rænd ! Ég var rukkuð 3500 kr fyrir ! Er enn að jafna mig á þessu. Held ég setji Sissó minn í verkið næst.

Fór á fund með henni Björg sem starfar fyrir Virk. Leist rosalega vel á ..... búið að bóka annan fund og verður gaman að sjá hvað verður.

En ótrúlegt en satt féll saman eftir þetta .... úthaldið búið andlega og líkamlega. Ég er eiginlega svoldið sár því ég hélt að ég væri sterkari. En var samt ekki nema 2.5 kt að jafna mig.

Naut þess að borða og stússast með skottinu og það var eins og ekkert hefði í skorist. Svæfði hana og fékk svo þessa megaþörf fyrir að halda út á reiðhjólinu vopnuð myndavél, stílabók og penna ( og með lopavettlinga sem betur fer ). Mikið hafði ég þörf fyrir að komast út og skrifa um lífið og tilfinningarnar. Sissó minn stóð nú ekki alveg á sama eftir ástandið fyrr um daginn. 
 Það er eithvað að gerast með kellu.

Hérna eru nokkrar myndir : Teknar niðrá Breiðinni á Akranesi

2 ummæli:

Arny sagði...

Flottar myndir hjá þér skvísa :) Ætti kannski að fara að kíkja við hjá þér og fá þig til að kenna mér að prjóna :) Gangi þér vel krúttan mín - er með hugann hjá þér!
kv. Árný

Hafdís sagði...

Þú ert velkomin hvenær sem er. Og ég skal sko allveg kenna þér að rifja upp prjónið :o) Takk Árný mín