Það er bara 1 Ham tími eftir ....
og ég er að fara til Boston eftir tæpar 3 vikur ! án gríns ... líður árið sem að maður verður 40 alltaf svona fljótt ?
Búin að prjóna vettlinga úr hærusvörtum og nýja bláa litnum. Þeir koma hrikalega vel út.
Er byrjuð að prjóna peysu á mig. http://knittingiceland.com/?p=157&lang=is sjá hér. Valdi mér mildan brúnan lit og hvítt í munstur. Svoldið sniðugt vegna þess að ég er búin að vera að hugsa um að prjóna peysu á mig úr einföldum plötulopa en kom því aldrei í verk þarsem að ég hefði þurft að "hugsa of mikið" er ekki búin vera svo góð í því sko.
En ótrúlegt en satt ..þá líður mér otrúlega vel þessa dagana. Reyndar sprengdi ég mig í gær .. allt í einu þá bara gat ég ekki meir, skellti mér því í rúmið kl. 19 ! Búið að vera ótrúlega mikið um að vera síðustu daga. Er meirað segja farin að vinna aðeins í garðinum. Finn að löngunin og ánægjan er að koma.
En það verður stórt próf á mig í júní og júlí. við förum út til Usa .... fer á ættarmót og mun hitta helling af nýju fólki og svo verðum við á Ísafirði í nokkra daga. Ekki seinna vænna að koma sér í form. Þá meina ég meira andlegt heldur en líkamlegt. Finn að fælnin er enn að hefta mig.
Á föstudaginn skellti ég mér í klippingu árangurinn má sjá hér fyrir neðan. Er ótrúlega sátt við hárið.
jæja over and out :o)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli