Já það má segja það að það hafi ekki verið hefðbundin þjóðhátíðardagur hjá okkur ... ég var út þennan dag vegna ástands míns en hann Sissó minn hafði náttúrulega smá prógramm.
Sissó fór með Kollu í réttarhúsið í Salem sem er ógeðslega gamalt en hún þurfti að fara með pappíra þangað vegna vinnunnar þannig að það var ansi áhugavert fyrir hann.Hann setti náttúrulega kerfið í gang þegar hann var að ganga í gegnum öryggishliðið ... ekta Íslendingur :o) þannig að hann var skannaður frá toppi til táar.
Einnig þurfti hún að fara á annan stað held að það hafi verið Registration of deed. Þannig að Sissó var að sjá hluti sem að voru ansi skrítnir fyrir svona venjulegan Íslending.
Svo fór hann með Elíasi í smá verslunarferð ..... Farmers market í Salem og varð það bara smá vonbrigðum með hann en kannski verður það betra í næstu viku þar sem að veðrið var ekki sem best. Svo fóru þeir í Whole food store http://www.wholefoodsmarket.com/ hann hélt að það væri mun betri búð allavegana meira úrval. Þannig að só far þá leist honum best á úrvalið í Stop and shop. En hann á nú eftir að fara á nokkra staði í viðbót sem eiga sjálfsagt eftir að koma honum á óvart.
Við enduðum svo kvöldið á því að fá Sirrí í kvöldverð. Hún er að fara í ferðalag og við erum að passa Ástina hennar en það er kötturinn hennar .... það er síðhærður köttur af "Blue poin kyni held ég " mun stærri en Persar og ekki með svona klesst nef. En mun stærri heldur en persarnir og okkar venjulegir húskettir. Minnti mig svoldið á stærðina á Mjása hennar Þóreyjar. Sirrí er Íslensk og það sniðuga er að hún bjó á Tómasarhaganum í gamla daga og var vinkona Laufeyjar frænkur ( Sigga og Böggíar ). Heimurinn er stundum svo afskaplega lítill. En það er nú líka það skemmtilega við það.
Þannig að nú verður restin af kvöldinu rólegt ...
Ég hinsvegar komst að því að ég get ekki gert allt sem að mig langar að gera í Ameríkunni góðu. Því miður því að mig langar að taka þátt í öllu og gera svo margt. Verð að taka daga inná milli þarsem að ég tek algerlegan rólegan dag. Ég vildi óska að ég væri orðin sterkari en ég er .... en svona er þetta ... þolinmæði og aftur þolinmæði.
Ég keypti mér disk með henni http://www.klingenberg.is/ sjá hér. Hann er ótrúlega góður og á ég örugglega eftir að hlusta mjög mikið á hann.
En semsé þessi dagur einkenndis af slökun... en á morgun spáir sennilega um 25 stiga hita þannig að við erum að plana að fara í strandarferð .... og aldrei að vita hvað meira :o) Enda ekki hægt að vera inni í svona hita.
Meira síðar
Engin ummæli:
Skrifa ummæli