Við byrjuðum daginn á því að fara á snyrtistofuna .... Sissó fékk fótsnyrtingu og ég fékk fót og hendur ... þannig að nú er ég með þetta svaka fína naglalakk á tásunum og "french manicure" á höndunum. Er reyndar strax búin að aflaga 1 nögl en þetta er algjörlega ég .... sp. hvort að ég verði ekki að fara aftur inn til að láta laga ?
Eftir þetta var skundað niðrá strönd í Marblehead .... fyrir þá sem þekkja þá var það Devereaux Beach. Ómæ það var ótrúlega mikið af fólki og hitinn var eiginlega too much.... ég var nefnilega bara í hjólabuxum og bol því að ég var ekki búin að fá mér sundoutfit. Við fengum okkur hádegisverð á ströndinni ... BLT þær eru mjög góðar hjá þeim. og vorum svo eins og klessur í smá stund. Gæti trúað að við hefðum nú ekki enst nema ca. 1 klt. þvílíkur var hitinn. Þannig að ég sagði við Sissó að ég gæti ekki meir .... þannig að það var ákveðið að hann færi í Stop & shop til að versla steikur í kvöldmatinn en ég fór í Marshalls til að finna mér aðeins léttari outfit svo að ég gæti verið í sólinni. Endaði á að finna mér þetta fína tankini. Svo að sjálfsögðu varð ég aðeins að kíkja fyrir litla skottið ..... fann þennan ógeðslega sæta Dóru sundbol með strápilsi ... það fylgdi með .... Sissó var nú ekki að kaupa þetta en hann fékk engu að ráða því að þetta var algerlega að gera sig. Svo fann ég nokkura aðra hluti sem að ég veit að Adda Steina mun elska. Kolla féll í staf þegar að hún sá sundbolinn og sagði að þetta væri sko pottþétt á pallinum hjá Þórey. Þannig að ég bíð spennt eftir að fá viðbrögð þegar að heim verður komið.
Nú svo fór ég með manninn minn heim því að hann var orðinn spenntur að fara undirbúa matinn ójá ... matur matur matur..... Við hringdum heim og töluðum við Öddu Steinu og hún var rosalega spennt eins og alltaf er hún alsæl og hefur nóg fyrir stafni heima fyrir. Þannig að það er varla að hún hafi tíma til að tala við okkur. Í dag er hún svo að fara með Þórey og co í Fagradal á Skarðströndinni .... það verður sko ekkert smá gaman fyrir hana.
Nú en allavegana ég fór og sótti Kollu í vinnuna alltof seint að sjálfsögðu því að Adda Steina var í stuði til að tala .... en það kom ekki að sök því að það er búið að vera nóg að gera hjá Kollu í vinnunni þarsem að hún er í fríi á mánudaginn. Við urðum náttúrulega að taka smá rúnt ... að sjálfsögðu :o) og keyrðum frammhjá þarsem að Chrissy býr .... og það var eins og við manninn mælt auðvitað var hún úti í sólbaði þannig að við urðum bara að stoppa og heilsa uppá hana. Hún býr á yndislegum stað skáhalt á móti veitingastað sem heitir Barnicle. Og frá húsinu hennar sést beint yfir á Neckinn og vitann. Við enduðum á að kjafta frá okkur allt vit og þegar að klukkan var orðin 5.45 ( maturinn átti að vera kl. 6 ) þá neyddumst við til að drífa okkur af stað.
Sem kom þó ekki að sök þarsem að maturinn drógst því að Joe seinkaði um 30. mín. En við vorum að borða með Elíasi og svo kom Joe. Steikin var bara yndisleg .... og að sjálfsögðu var ferskt korn , bakaðar kartöflur, og steiktir sveppir ..... 3 tegundi í einhverjum legi la Sissó hrikalega gott bara. Þannig að það er endalaust verið að toppa máltíðarnar hérna.
Nú annars var kvöldið bara tekið rólega .... við horðum á myndina Taken með Liam Nielson. En við Kolla sáum hana í maí í fyrra saman. Ég veit ekki hvert Sissó ætlaði hann lifði sig svo mjög inní myndina.
En ótrúlega en satt það var ekki síðra að horfa á hana í annað sinn. Því að þessi mynd er hrikalega góð.
Í dag er svo komin vísir af plani .... Brian hennar Sigrúnar ætlar að taka Sissó á rúntinn í svona skrítnar matvörubúðir og við Kolla munum verða með strákana á meðan.
Svo er líka planið á að fara á The Landing í kvöld því að Roze & Jim eru að spila þar. Oh ... hlakka til að sjá þau spila. Þau eru svo frábær. Ég er búin að hitta Roze 2 en ekki ennþá náð á Jim þannig að það verður frábært.
Nú ástandið á mér er svona mellow ... ég er ekki að ná að sofa fullan svefn og finn ég að það er mjög stutt í mig .... er einnig farin að finna að bakið á mér er farið að stríða mér ... nýtt rúm ... og svo er búið að vera mun meiri action en ég er vön. Þannig að þetta er aðeins farið að hafa áhrif á mig. Held að ég verði að taka smá lúr í dag til að vera hress í kvöld.
Jæja en ég ætla að stinga af út í smá göngutúr. Og leyfa svefnþurrkunum að sofa aðeins lengur :o)
Hérna fyrir neðan eru svo myndir af strandarferðinni okkar ... þegar að við fórum þá var farið að fjölga til muna fólkinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli