Jæja ... dagurinn byrjaði eins og í sögu .... kellan vöknuð fyrir allar aldir og tilbúin að takast á við daginn strax þá ... en ég verð víst að hafa þolinmæði og bíða eftir að Kolla og Sissó vöknuðu.
Við skutluðum Kollu í vinnuna og svo var tími á Marblehead rúnt. Dagurinn var yndislegur ..... hitinn fór uppí 28 stig hið minnsta. Sissó var svoldið eins og kýrnar að vilja hlaupa út um allar trissur en ég setti á hann beisli og minnti hann á að ég væri ekki alveg á hans leveli þegar að kemur að úthaldi.
En allavegana ... við byrjuðum á að fara í Marshalls til að fá okkur strigaskó þannig að það væri hægt að spretta af stað ... fundum okkur sko sitthvort parið af skóm og svo slæddist smotterí með ... meirað segja grill græjur :o) en við vorum sko ekki að fara til að versla. Það á að gerast á rigningardegi.
Svo var tekinn rúntur aftur og Sissó var sýnt næstum allt..... í hádeginu buðum við Kollu í hádegis verð á Deverouxbeach oh ... BLT samlokan var æðisleg. Stoppuðum þarf í ca. 35 mín. p.s. kolla er sko eldrauð eftir þann tíma. Það sér ekki högg á vatni á okkur Sissó því að við spreyjuðum okkur i bak og fyrir með sólarvörn nr 30 takk.
Nú svo hófst nú aðalrúnturinn eftir að við skutluðum Kollu .... ég fór með Sissó úta Marblehead Neck .... við fórum útá Castle Rock og Marblehead Lighthouse ... og röltum heilan helling á mínum mælikvarða. Ég varð náttúrulega að hafa Sissó í taumi til að minna hann á ... en skoraði á hann að áður en við færum heim ..þá myndum við labba í kringum neckinn sem er 1.5 klt. ganga. Þannig að það skal verða gert.
Við tókum helling af myndum sem að ég mun setja hérna inn og inná facebook aðeins síðar.
Nú .... var komið að því skemmtilega ... við fórum í Stop and shop sem er ansi stór verlslun á ísl. mælikvarða. Svipurinn á Sissó mínum er óborganlegur þegar að ég fer með hann í búðir .... Við völdum túnfisk, risarækjur, sverðfisk og risa hörpuskel í matinn. Með þessu var hrisgjón með taste og saffran, maíkorn ferkur, og grænmeti á pinna ( zuccini 2 tegundir, sveppir, rauðlaukur ). Allt fiskmetið var ferskt ... og án gríns þessi matur var dásamlegur. Hefði sennilega kostað um 7.000 kr á mann fyrir utan vínið heima á Íslandinu góða hm....
En allavegana við komumst út og þá var komin tími á að sækja Kollu í vinnuna. Við komum við á garðyrkjustöð og þar var keyptar ferskar kryddjurtir og sumarblóm til að setja í potta hérna fyrir utan hjá Kollu. Og svo þegar heim var komið var farið að undirbúa kvöldverðinn.
Maryanne, Brian og strákarnir hennar Sigrúnar komu í mat. Og án gríns þetta var sko bara yndislegt. Allir hamingjusamir og ánægðir. Til að toppa kvöldið hjá Eli og Thomas fann ég sneið af Hunangstertu í frystinum og þeir eru sko alsælir með mig :o) þeir elska þessa tertu hennar mömmu. Roze kom svo þegar að fjör var farið að færast í leikinn ..... og hvað haldi þið ... ég drakk eins og ég hefði ekki gert annað undanfarin ár ... hvítvínið Fat Bastard og svo eithvað annað ... það örlar á smá hausverk hjá minni enda hef ég varla drukkið síðustu 4 árinu. Sissó er hinsvegar örlítið slappari í dag enda var hann í Budwaiser og rauðvíni. Kollu hef ég ekki séð ennþá enda hef ég ekki séð hana eins hressa í nokkur ár.... semsagt kvöldið fór úr böndunum vínlega séð ... en þetta var kvöld sem leið alltof hratt.
Við Sissó deildum gjöfum ... Maryanne fékk vettlingar hvíta og bleika og hún elskaði þá ... var reyndar nýbúin að segja mér að hún þoldi ekki ull og gæti ekki verið í henni ... en vettlingarnir urðu ást við fyrstu sýn. Og án gríns það var eins og ég væri að gefa henni risademant. Svo fékk Brian að sjálfsögðu líka vettlinga. Strákarnir hinsvegar lögðu inn pöntun fyrir vettlingum í réttri stærð þannig að ég hef verkefni þegar að heim verður komið. En svo var Sissó með aðalgjöfina ... ösku úr Eyjafjallajökli... keyptum þessar krúttlegu krukkur í búðinni og þetta sló í gegn. Strákarnir ætluðu sko með krukkurnar með sér í skólann í dag til að sýna krökkunum í bekknum.
En semsagt .... kvöldið var besta kvöldið mitt þetta árið. Og Hrönn, Sigrún, Anna María og Svandís þetta toppaði meirað segja Ameríkuhittinginn okkar í síðustu viku :o)
Jæja komin tími til að vekja Kollu í vinnuna og ákveða daginn ... rigningin sveik okkur þannig að ég held að ég verði að sleppa fótsnyrtingunni í dag ... eins og mig langaði svo mikið ... en það verður ekki gert á góðum sólardegi.
Kæru vinir kellan er sko að koma til baka .... vona að ég komi full af orku þegar til Íslands verður komið.
2 ummæli:
Ég gat næstum fundið lyktina af matnum þegar þú varst að lýsa honum og ég er ekki frá því að ég sé komin með smá lit af sólarlýsingunum, haltu áfram að blogga og ég vil myndir takk fyrir
Hafdís okkar mjög gaman að fylgjast með ykkur. Allt gott að frétta. Endilega haltu áfram að blogga. Við fylgjumst með. Kveðja til allra.
Mamma og Linda ;)
Skrifa ummæli