þriðjudagur, 22. júní 2010

Slökunardagur í gær....

Já í gær var sannkallaður slökunardagur eftir frábæran sunnudag.

Sigrún komi í morgunmat til okkar og Kolla eldaði Egg benedict með beikoni on the side. Jammí jamm... það var sko gott. Fyrir þá sem ekki þekkja þá eru þetta möffins brauð sem eru ristuð, steikt egg á pönnu og hollandía sósa ofaná herlegheitin ... svo til að toppa þetta þá var beikonið :o)

Síðan tók ég algera slökun þarsem að ég var alveg orðin útkeyrð eftir það sem á undan var gengið.

Hinsvegar voru Kolla og Sissó eithvað að bralla ... klipptu meira að greinum .... fóru á haugana og eithvað meira sem að ég veit bara ekki um skrítið !

Í kvöldmat hjá okkur var svo humarsúpa og afgangur af sjávarréttarpastanu sem að við vorum með dagana á undan. Súpan var hrikalega góð. http://www.recipezaar.com/recipe/Lobster-Bisque-25640 hérna er uppskriftin ef að einhverjum langar að prufa. Mæli sko með þessari.

Á morgun verður svona frekar mikill slökunardagur ... við Sissó munum chilla heimavið ... hann ætlar að þrífa bílinn hennar Kollu og ég ætla að sitja í sólinni. Ég þarf að skjótast í Tj-max að skila nokkrum hlutum sem að ég hafði keypt. Er farin að gera þetta .... kaupa og máta svo bara heima í rólegheitum. Þarf að finna strigaskó á litla skottið mitt... og fleiri hluti.

Sissó verður hinsvegar látinn fara kaupa ýsu því að við ætlum að hafa plokkfisk í matinn en við eigum von á Sirrí að sækja Ástina sína. Hann er búinn að vera í pössun hjá okkur.



Jæja þangað til næst. Bið að heilsa öllum á Íslandinu góða

Engin ummæli: