Ég get varla trúað því að það sé komin fimmtudagur og við séum að koma heim á Sunnudagskvöld.
Finnst ég eiga eftir að gera helling af hlutum hérna ..... m.a. að versla. Þannig að í gær var farið í almennilega verslunarferð .... við erum að tala um 5 klt... en það vill til að tíminn flýgur ansi hratt. En við náðum að gera nokkuð margt þannig að það var fínt.
Við vorum svo boðin í mat til Sigrúnar og Brians og var Sushi í matinn.... maðurinn minn var svo hamingjusamur með þetta ... hann elskar svona mat. Ég hinsvegar er svoddans gikkur ... prufaði en var engar veginn að fíla þetta. Reyndar var ég líka útkeyrð eftir daginn þannig að matarlistin var engin. Við áttum hinsvegar yndislega stund .... skoðuðum albúm frá því að við vorum Aupair í denn og skemmtum okkur vel við að rifja upp. Ótrúlegt að það skuli vera orðin 20 + ár síðan .... Við fórum svo snemma heim og ég fór beint í rúmið var útkeyrð eftir daginn.
Í dag er planið að taka það rólega framm yfir hádegi en svo fer ég með Sissó í eina af uppáhaldsbúðina hans Bj´s heildsöluna ... þar verður tekin loka versluna áður en heim verður farið. Við vorum búin að spotta eitt og annað sem að við ætluðum að versla en við vorum búin að fara 1 sinni áður og það var meira bara svona skottúr ...
Það spáir vel yfir 30 stiga hita í dag .... verð að segja að það er full mikið fyrir mig .... því að það er búið að vera svo mikill raki þannig að maður er límdur við fötin og manni líður eins og í svitabaði allan daginn. En það er fínt að njóta þessara daga fyrir hádegi úti og svo seinnipartinn. Það er yndislegt.
Í kvöld erum við svo að fara í mat til Roze og Jim ... heimsókn sem að ég er sko búin að bíða eftir að fara með Sissó i. Þau eru svo yndisleg og garðurinn þeirra er algjört æði. Ég ætla sko að taka helling af myndum. Í fyrra þegar að ég fór þá var ég í maí og þá var litið komið upp þannig að það verður gaman að sjá muninn núna þegar ég er rúmlega mánuði seinna. Planið er að hafa grillaðan humar og e-h annað sem ég man ekki hvað var. Humarinn var sko sérstaklega fyrir hann Sissó minn... hann varð að fá humar aftur :o)
Hver dagur framm að brottför er planaður má eiginlega segja .... föstudagurinn verður smá slökunardagur og svo ætlum við Kolla að fara í búðarleiðangur til að finna það sem á eftir að kaupa. Sissó fær þá að vera heima og undirbúa matinn fyrir partýið sem verður hérna á laugardagskvöldið. Ójá ... það er búið að bjóða heilum her af vinum þannig að það verður yndislegt. Get varla beðið. Er að vona að stelpurnar sem að við pössuðum komi, svo ætlar Heiða að koma og fleiri .... það verður yndislegt.
Jæja nú ætla ég að hætta þessu .... þarf að fara kíkja útí garð og taka stöðuna á sólinni :o)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli