Já það kom að því ...
Ég er búin að vera svo yfirspennt yfir að vera komin að ég fann í gærkveldi að það væri komið að því ... í dag verður því tekin slökunardagur hjá mér.
Við ætluðum á snyrtistofuna en ákváðum að bíða með það og fara í heildsöluna í staðinn. Ójá við erum sko að tala um BJ´S Whole store food. Ég var farin að hafa smá áhyggjur af því að þetta myndi ekki standast væntingar Sissó´s en ... hann varð amazed. Ég þreytist ekki á að sjá brosið hans í þessum matvörubúðum... ástríða hans á mat skín í gegn. Svo er hann náttúrulega að sjá hvað fæst hjá Dreifingu og í þessum búðum.
Við fórum i kjötborðið og hann endaði á að velja að kaupa 5 tegundir af allskyns áleggi ... verður gaman að sjá hvað honum mun finnast um það.
Ég fékk svo að fara eina snögga ferð inní Old navy .... fann mér hrikalega flottan sumarkjól og pils. Keypti líka bol og peysu á Öddu Steinu. En eins og ég sagði þetta var bara svona "sneak in" Við erum ekki alveg komin í shopping gírinn. Er eiginlega að sýna Sissó hvar best er að kaupa hlutina.
En hann er algerlega með þetta á hreinu ef að hann kæmi aftur .... þá væri nóg að fara í BJ´s og versla þar einn dag og þá væru innkaupin komin :o) hann er sko alveg með þetta á hreinu.
Við Sissó fórum svo bara heim í slökun .... þarsem að Sissó tók smá nap en ég og Kolla sátum og spjölluðum í sófanum. Kolla stakk svo uppá því að hún færi með mér í prjóna búðina sem er í miðbæ Salem.
Þetta átti sko bara að vera ferð til að skoða en ég endaði á að kaupa mér 2 tegundir af unaðsgarni .... annað var hrikalega mjúkt ullargarn svoldið mislitt og hitt var garn sem var blanda af Silki og Bamboo. Ég á sko örugglega eftir að koma þangað eftir. Svo tókum við á tal við konuna sem vann þar og aðra sem var að versla og þær höfðu sko báðar komið til Íslands og voru alveg heillaðar af landinu. Linkur af búðinni er hér : http://www.seedstitchfineyarn.com/ Hún bauð mér að koma á prjónakvöld en þau eru haldin á hverjum fimmtudegi .... en því miður eru einmitt bæði fimmtudagskvöldin orðin upptekin. Við erum sko á þröngri tímaáætlun hérna.
En allavegana ... við enduðum svo á að panta okkur mat því að á þessu heimili voru allir þreyttir þó af mismunandi ástæðum :o) eins og vill oft gerast. Fyrir valinu varð matur frá Kínverskum stað í Marblehead. Við pöntuðum poo platter held ég að það sé skrifað en það eru nokkrar tegundir fyrir 2 svo var valið 2 aðrar tegundir sem að ég man ekki hvað var. Ég var sko að setja myndir inná facebook þegar að þetta var.
En allavegana kvöldið var tekið algerlega rólega og aldrei þessu vant var viðkomandi fyrst í rúmið.
Vaknaði svo við þennan heiftarlega hausverk um kl. 4 ( kl. 8 á ísl. tíma ) og komst að því að ég hafði gleymt að taka meðölin mín í gær .... mig var farið að gruna það í gærkveldi en var ekki viss. Eins og ég segi ég er bara að njóta mín í botn og tíminn flýgur. Verð að passa betur uppá þetta hjá mér því að eftirköstin eru ekki að gera sig. En það vill til að það var kominn tími á pásu fyrir mig. Ég er með þvílíka strengi eftir þriðjudaginn þegar að við fórum uppá Castle Rock. Ég er sko ekki vön að vera að klifra svona. Og er því með eftirköst eftir því.
Í gær hringdi ég svo í hann Elías en hann hefur ekki sést nema bara rétt fyrsta daginn. Og var að spyrja hann hvort að hann kæmi ekki yfir í heimsókn til okkar. Hann hefur verið hjá pabba sínum að undanförnu. Einnig stakk ég uppá að hann tæki Sissó í smá bíltúr ... sem verður einkar áhugavert þar sem að þeirra áhugasvið er kannski ekki alveg á sama sviði en hver veit hvert það mun taka þá.
Jæja þetta var semsé miðvikudagurinn dagur 3 .... ómæ.... það þýðir bara 10 dagar eftir. Tíminn flýgur alltof hratt hérna.
Að lokum mynd frá Marblehead neck ... fegurðin á þessum stað er svo mikil ... klettarnir og þessi fáránlega stóru hús ... og svo náttúrulega bara fegurðin þegar að maður horfir út á sjóinn.
Þarna gnæfir Abbot hall yfir allt .... og við sjáum Marblehead old town.
1 ummæli:
Takk fyrir spjallið ástarblómið mitt, óttast mest að þú komir ekki heim aftur, sendir bara eftir stelpunum.
Elska þig í ræmur
Harpa
Skrifa ummæli