Ótrúlegt en satt þá er ég að fara eftir 2 sólahringa ....
Náði sko heilum 8 tímum í svefn í nótt ..... það er sko miklu meira en ég hef gert síðustu daga. Enda munar um að hafa ekki lítið skott sem að sparkar í mann og vaknar hágrátandi með þvílíka vaxtaverki.
Eyddi gærdeginum í garðrækt. Sló ... fór aðeins í beðin ... og var byrjuð á fl .... en fann að ég var að keyra mig út .... þannig að ég hringdi í hann Sissó minn og viðurkenndi það fyrir honum að hugurinn sagði stopp en tilfinningarnar sögðu go .... þetta er svo erfitt. en ég finn samt að ég er að byrja að styrkjast bæti andlega og líkamlega. Veit hvað gerist hvað fer yfir þetta strik. Þetta er sko þunn lína.
Í dag er svo þessi fíni dagur til að finna ferðatöskur og byrja að gera klárt engin sól og gjóla. Það er búið að bjóða okkur uppá Þórisstaði ... en ég verð að viðurkenna að ég er hálf þreytt eftir gærdaginn og nýt þess bara að finna þessa yndislegu tilfinningu sem er komin aftur í kellu. Er sko með fullan huga af ýmsum verkefnum sem að mig langar til að gera og er meirihlutinn eithvað sem viðkemur garðinum.
Að fara ein i göngutúr er ekki að gera sig .... en finnst yndislegt að fara með skottið með mér þegar að hún hjólar ... þá erum við á svipuðu róli. Upplifi það að mig langar meira og meira í hund .... hef haft þetta í maganum lengi .... og nú hef ég meiri þörf fyrir þetta en ever. Kisurnar mínar eru því miður ekki aldnar upp við það að fara með mér út í göngu í taum :o) En svo er þetta líka bara lífstíll .... þessi dýr eru bara yndislegt. Kisurnar mína eru að gefa mér svo mikið þessa dagana.
Verð samt að viðurkenna eitt .... þvottavélin mín er biluð og er búin að vera biluð meira og minna í heila eilífð eða svo. Fengum lánaða gamla vél ... sem að því miður þoldi ekki álagið þarsem að það höfðu safnast upp haugar af þvotti. Núna misnota ég mér það að fara með þvott til mömmu. En ég er búin að ákveða það að ég ætla ekki að pirra mig yfir þessu ..... það kemur að því að vélin mín komist í lag ... tókst næstum því í gær .... þá var einn varahlutinn komin í en þá voru kolin ónýt ... það er eins og ef að eitt bilar þá heldur þetta áfram. Enda erum við að tala um AEG vél síðan 1991 nota bene en ég er nú ekki tilbúin að gefast uppá þessari elsku hún á örugglega eftir nokkur ár.
Í gær var einmitt svona dagur hjá mér ... það klikkaði allt sem að ég kom við ...
Fór steinn í slátturvélina og hún er hálf skrítin.
Undirsvuntan á bílnum fór undan .... þessi bíll okkar er svo lár að ég er að fríka út ... afhverju völdum við ekki bíll sem væri hátt undir !
þannig að þegar að leið á daginn ákvað ég að ég myndi bara setja mig í bómul og slaka á .... svo að ég myndi nú ekki skemma eithvað meira ..... en lét þetta ekki skemma fyrir mér þessar góðu tilfinnar sem eru að koma til baka. Svo á ég svo yndislegan mann sem er komin í sumarfrí og það var alveg sama hvað gerðist hann bara næstum brosti svona í gegnum símann. Það hjálpaði heil ósköp þarsem að það er stutt í mína þessa dagana.
Ég sagði við Sissó minn í gær .... hvenær hættir þetta bilanaskeið á heimilinu ..... síðan í des ... er heill hellingur búinn að bila eða deyja hreinlega :
Uppþvottavélin okkar - komin með nýja sem betur fer
Dvd spilarinn nota bene sem var nýr ... fengum Helgu spilara lánaðann og nú er hann dauður lika !
Þvottavélin er búin að vera meira og minna biluð þetta vorið
Sláttuvélin er um það bil að segja sitt síðasta
Ég náttúrulega !
og ég gæti örugglega fundið meira ..... en núna læt ég þetta ekki trufla mig ... við hljótum að fara renna inní nýtt tímabil þarsem að lukkan fer að snúast okkur í hag.
Allavegana ... púst dagsins komið ... nú ætla ég að njóta þess að setjast niður og fá mér morgunverð og töfluskammt dagsins ....
Njótið dagsins kæru vinir
Engin ummæli:
Skrifa ummæli