Yes .... það er komið að því .... tónleikarnir með James Taylor og Carole King eru í kvöld.
En þá er það gærdagurinn :
Ákvað að fara á naglastofuna þarsem ég hafi farið deginum á undan .... ég var nefnilega búin að skemma eina nögl þannig að ég ákvað að ég skyldi láta laga :o) já mín að vera pæja sko. Hringi svo í Kollu og sagði að hún yrði að koma " bail me out" eða borga mig út .... þetta átti náttúrulega að hljóma eins og ég hefði gert eithvað af mér en Kolla er sko farin að þekkja mig þannig að hún æsti sig ekkert yfir þessu. Þannig að Kolla kom og sótti mig en ég þurfti ekkert að borga fyrir lagfæringuna ... ég var ekkert smá glöð með það þetta kallar maður þjónustu.
Nú þegar að heim var komið þá var Sissó minn kominn á fætur og alveg steinhissa á mér ... hann hélt sko að ég hefði farið í smá gönguferð :o) Kolla og Sissó enduðu á að fara útí garð en ég tók mér smá lúr. Finn að ég er ekki að ná fullum svefni og verð ég að passa mig. Er til dæmis með höfuðverk á hverjum morgni ... ætli þetta sé ekki bara spennuhöfuðverkur ásamt því að bakið er að byrja á því að pirra mig ... ég er jú að gera helling af hlutum. En ég bara get ekki hamið mig. Þessi staður er bara þannig að mig langar til að gera allt og mér finnst ég geta það :o) Þegar að ég vaknaði þá fór ég útí garð og við Kolla réðumst á runnana sem eru gersamlega að yfirtaka bakgarðinn. Við fengum smá útrás ... og þetta lítur mun betur út en er þó ekki búið þarsem að við eigum eftir að ná greinum sem að slútta útá bílskúrsþakið ... það ætlum við að leyfa Elíasi og Sissó að gera .... við Kolla verðum sko að passa neglurnar ú sí.
Jæja þá er komið að því að segja ykkur frá kvöldmatnum ... Við Kolla skruppum í búð og keyptum lifandi humar ... jammí ... Sissó ákvað að vera heima að gera sig fínan fyrir kvöldið.
Sjái þið hamingjusvipinn á kalli :o) hann var sko að upplifa þetta í fyrsta sinn ... þ.e.a.s. að elda lifandi humar kokkurinn sjálfur. Ég er búin að setja fleiri myndir og videó af þessu inná Fb. En þetta var algjörlega óborganleg skemmtun. Ég spurði Sissó hvenær hann ætlaði að bjóða mér út að borða ... því að hann ætlaði sko að gera það og það nokkru sinnum .... hann er sko búin að komast að því að það er miklu betra að kaupa bara það sem hugurinn girnist í stað þess að eyða því á veitingastöðunum hér. Við eigum eftir að elda T-bone steik það er á listanum og jú ... Sissó langar að elda humar aftur ... hann sleikti útum .... fannst þetta algjörlega toppa allar steikur só far. Minn maður er sko að njóta sín í tætlur og ég líka.
Eins og sjá má orðin brún og sælleg.
En verð að segja ykkur svoldið sem að mér fannst bara fyndið ... í Stop & shop í gær stoppaði kona okkur og spurði hvort að við værum systur og við játtum því .... og aftur spurði hún ... hvort að við værum nokkuð tvíburar !!! ójá henni fannst við svo líkar. Mér fannst þetta algerlega óborganlegt þarsem að mér hefur aldrei verið líkt við Kollu en Þórey og Lindu í tíma og ótíma. Veit ekki alveg hvað Kollu fannst held að þetta hafi komið algjörlega flatt uppá hana. Já það er margt skrítið í Ameríkunni.
Nú dagurinn var svo toppaður á að fara á tónleika með http://www.myspace.com/themerj eða hljómsveitinni sem að Roze og Jim spila í. Þau eru frábær .... Sissó féll algerlega fyrir þeim ... á fimmtudaginn erum við svo að fara heim til þeirra til Nahant þarsem að við ætlum að elda saman. Jim spurði Sissó hvað honum langaði í .... það var ákveðið að það yrði grillaður humar en þá er hann skorinn í tvennt ... það verður áhugaverð sjón að sjá fyrir Sissó ... og svo verður að ég held einhver steik með. Semsagt við eigum frábært kvöld í vændum.
Við enduðum svo á að horfa á dvd mynd þegar að heim var komið en ég endaði á að sofna yfir henni þarsem að ég var algerlega útkeyrð eftir daginn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli