Já við Addan mín erum búin að eiga hinn ágætasta morgun. Fórum með hana Lúnu í stóran göngutúr og svo fórum við að vinna í garðinum. Nú er ég algerlega búin á því og bíð eftir að Þórey og Skafti hringi en þau eru búin að bjóða henni í Borgarnes þarsem að þau eru að fara horfa á Jófí keppa í dag. Svo er setningin á landsmótinu í kvöld þannig að það verður nóg að gera hjá skottinu mínu. Ég ætla hinsvegar að hlaða batteríin og slaka á. Finn að ég er aðeins búin að keyra mig of mikið út .... það er bara svo erfitt þegar að veðrið er gott að vera ekki úti að dunda sér eithvað .... já það er þetta með þolinmæðina.
Nú er fyrsti dagurinn á nýju lyfjunum .... vona að það muni ekki taka langan tíma að finna mun.
Jæja læt þetta duga að sinni ... kv. Hafdís sem á mun betri dag í dag en í gær
Engin ummæli:
Skrifa ummæli