Já það eru búnir að vera skrítnir síðustu dagar ....
Ég er búin að vera ofboðslega þreytt og held að ég sé ekki að sofa nóg. Allavegana er ég með þvílíka kippi í líkamanum eftir að ég byrjaði á þessum nýju lyfum. En ég er að reyna að vera þolinmóð ... sennilega er þetta svona á meðan að ég er að venjast nýju lyfunum. Svo er ég náttúrulega alltaf að ganga með Lúnu minnst 2 göngutúra á dag ... þannig að það er meira en ég gerði áður en hún kom. Þannig að kannski er ekkert skrítið þó að ég sé þreytt.
Við kíktum aðeins uppí Borgarnes í dag ... að vísu fór Sissó og Adda Steina snemma en ég hélt áfram að sofa þarsem að ég fann að ég var enn úrvinda. En ég dreif mig engu að síður af stað um hádegi og við skiluðum okkur ekki heim fyrr en um kl. 18. Þá búin að vera að kíkja á Landsmótið og hitta hana Hafrúnu dóttir Óla ( bróðir Sissó ). Loksins hitti einhver af Sissó fólki hana Lúnu. Held að Hafrún hafi verið um það bil að falla fyrir henni þarsem að hún steinsofnaði í fanginu á henni ... en er annað hægt.
Jæja klukkan að verða 20 og ég er úrvinda ..... ég hef verið að sofa mjög mikið þessa dagana. Þannig að það er ekki óalgengt að ég sé komin í rúmið á þessum tíma. En ég er morgunárisul :o)
Jæja læt þetta gott heita ... Kv. Hafdísi sem er alveg að læra að taka 1 dag í einu ....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli