miðvikudagur, 14. júlí 2010

Jafnvægi

Mynd tekin af Öddu Steinu í Skötufjörði fyrir vestan :o) bara sætust þessi elska

Já nú er að færast jafnvægi yfir allt og alla. Sem betur fer. Ég finn að ég er farin að þrá að komast í reglu.

Ég er búin að fá tíma hjá sálfræðingi í næstu viku og get ég ekki beðið eftir að halda áfram að vinna í mér. Svo vonandi fæ ég tíma í sjúkraþjálfun í næstu eða þarnæstu viku. Þannig að nú er lífið að fara komast í sinn vanagang.

Sissó er á sinni síðustu viku í sumarfríi og því er verið að njóta þess að slaka á og vera saman.

Engin ummæli: