mánudagur, 12. júlí 2010

Heimkoma

Já ... það var svo sannarlega eithvað í loftinu .... ég fór í eitt af mínu dýpstu köstum. Það gekk svo langt að ég athugaði hvað myndi kosta að fljúga með Ödduna mína í Rvk. með fyrsta flugi. Því miður var það svoldið mikið þannig að ég tók svefntöflur og steinlá.

Rosalega er erfitt að vera ekki heima hjá sér og geta bara falið sig inní herbergi þegar á þessu stendur í stað þess þurfti ég að vera í daglegri rútínu í algerum pollíönnuleik.

Ég reyndi allt til að halda þessu fyrir mig en það tókst nú ekki alveg þegar að ég var uppá mitt versta þá kom frænka Sissó þegar að ég var að bíða eftir honum með bíllyklana. Og varð alveg bit og tók utanum mig og svo kemur það erfiða ... þessar spurningar. Fjölskyldan hans Sissó hefur nefnilega ekki séð hvað er að gerast hjá mér hérna í þessu daglega lífi á meðan að mín fylgist með mér í gegnum þetta. Þannig að mér fannst ég algerlega "nakin" innan um fólk sem að vissi ekki hvað er í gangi hjá mér.

En ég er búin að komast að því að þegar ég fer svona djúft niður þá er eitt það besta að komast í ró og skrifa niður hvaða hugsanir voru í gangi í kastinu sem gekk yfir. Ég er búin að gera þetta að undanförnu. Venjulega fer ég ein einhvert þarsem að ég get séð yfir sjóinn og þá fer hugurinn af stað og tárin leka á meðan að ég fer yfir þetta. Að þessu sinni fór ég með Ödduna mína á leikskólalóðina á Ísafirði hún undi sér ágætlega nema kom og tékkaði reglulega á mömmu sinni hvort að hún væri hætt að gráta. En ég skrifaði og skrifaði eins og enginn væri morgundagurinn. Náði meti þarna ... skrifaði heilar 3 bls. Legg nú ekki meira á ykkur. Ég hef alltaf eftir þessi köst mín talað við Sissó og við höfum farið yfir hvað var það sem sótti á mig. Þetta var held ég það erfiðasta sem að ég hef séð hann Sissó minn gera framm að þessu. Ég veit ekki hvort að það sé rétt sem að ég er að gera en finnst bara að hann þurfi að fylgja mér í gegnum þetta þannig að hann sé meðvitaður hvað fer í gegnum minn bilaða huga.

Sem betur fer var Sissó minn í sínum besta gír og lét þessi læti í konunni sinni ekkert trufla sig ... enda er hann orðinn svoldið vanur.

Þegar að heim var komið var ég algerlega búin á því enda lítið sofið nóttina á undan og ég var búin að vera uppspennt alla leiðina þarsem að maðurinn minn var auðsjáanlega svoldið þreyttur og drakk orkudrykki eins og honum væri borgað fyrir það. Ég mátti náttúrulega ekki keyra þannig að ég var í því að reyna að róa mig niður og sleppa því að vera aðstoðarbílstjóri sem tókst nú ekki alveg. En heim komumst við engu að síður.

Jæja nú ætla ég að hringja nokkur símtöl til að athuga hvort að ég fari að komast í einhverja áframhaldandi meðferð. Þetta er sko ekki besti tíminn til að vera í svona ástandi það er eitt sem víst er.

Kv. Hafdís sem er farið að þrá hið "normal" líf

Smá viðbót.... beiðni mín til sálfræðings virðist vera í rugli ... verð að viðurkenna að það kemur smá vonleysi í mig þegar að svona gerist .... er búin að komast að því að sú sem að ég átti að fá tíma hjá er fullbókuð en í stað þess er ég að bíða eftir símtali um að komast til annarra konu. Vonandi fer þetta að rúlla hjá mér. Ég bara verð að fara sjá eithvað gerast hjá mér.

Engin ummæli: