föstudagur, 16. júlí 2010

ótrúlegt ....

jæja nú er Lúna að sofa nótt nr 3 hjá okkur og það gengur líka svona glimrandi vel.

Ég hef farið með hana út í lágmark 3 göngutúra á dag. Við erum ekki að tala um einhverja "huge" en á minn mælikvarða eru þeir það miðavið hvernig ástandið á mér var fyrir viku síðan. Ég var viss um að það myndi breyta miklu að fá hund en að það yrði svona rosalega mikill gleðigjafi það hefði ég aldrei trúað. Hún er að koma okkur á óvart á hverjum degi. Held að hún sé algerlega orðin sátt við að vera hjá okkur .... við erum sleikt í kaf og hún elskar að fá knús og kúr hjá okkur í sófanum. Addan mín er líka alsæl því að Lúna og hún eru að ná rosalega vel saman.

Á morgun er stefnan tekin á fjölskyldugöngutúr uppá Þyrilinn. Pabbi bjó þar náttúrulega framm að því að hann fullorðnaðist þannig að þetta verður örugglega sæluferð með góðum sögum frá honum Pabba um lífið á Þyrli í denn. Ég stefni ótrauð á að fara með .... ég hef að vísu ekki verið að labba neitt að ráði þannig að það kemur bara í ljós hvernig þetta verður. Pabbi sagði að hann hefði verið svona 20 mín. þegar að hann var uppá sitt besta. Hvað það myndi þýða fyrir okkur veit ég ekki .... allavegana 1 klt ... myndi ég halda eða meir. En það kemur allt í ljós. Ég mun sko vopnast myndavélinni og taka helling af myndum enda spáir bongóblíðu. Getur það orðið betra ?

Kv. Hafdís sem er öll að vakna til lífsins aftur

Engin ummæli: