laugardagur, 17. júlí 2010

Gönguferð frammundan

Jæja haldi þið að kellan hafi ekki vaknað kl. 5 í morgun af spenningi. Adda Steina vaknaði 6:30. Hvað er eiginlega í gangi á þessu heimili !

Hérna er mynd sem að ég fann inná Google tekin frá toppi fjallsins. Oh... mig langar svo að ná alla leið upp :o) ég ætla að gefa mig alla í þetta þó að ég verði algerlega búin á því.

Rosalega er þetta góð tilfinning að hlakka til .... ég hef að undanförnu hlakkað til en alltaf haft þessa tilfinningu að þegar að ég t.d. fór til Kollu þá vissi ég að ég fengi bakslag þarsem að þetta var langt ferðalag. En núna er ég ekki viss því að síðustu 3 dagar hafa verið þeir bestu hjá mér í svoldið langan tíma. Við erum búnar að fara út að labba 3-4 á dag og Lúna er orðinn eins og hugur minn. Ég hefði aldrei trúað að þetta gæti verið svona ótrúlega frábært. Ég var viss um að þetta væri eithvað sem myndi gera helling fyrir mig en miðavið síðustu daga þá er ég algerlega orðlaus. Mér finnst ég geta gert næstum því allt. Það verður hinsvegar ekki langt þangað til ég mun geta sagt með sanni að ég get gert allt. Get - ætla - skal = GÆS :o)

Með það í huga óska ég ykkur góðrar helgar ..... kv. Hafdís

Að lokum hérna ein af Lúnu sem var tekin á gsm minn í gær. Er hún krúttsprengja eða hvað !

Engin ummæli: