Hefur ekki verið mér svo góður ....
Ég er engan vegin að höndla ástand mitt eins og staðan er í dag. Náði mér seint og síðarmeir niður þrátt fyrir að vera búin að taka slakandi og 2 svefntöflur .... var svo á nálunum þartil að ég fór til lækninsins. Mér finnst ég vera að springa.
Læknaheimsóknin ... það kom ekkert útúr henni ... hann var ekki búin að fá póst frá sálfræðinginum og vildi að ég færi á bráðamóttöku geðdeildar og myndi leita til geðlæknis. Ég er búin að fara þangað og hver er staða mín í dag ... sú sama og í febrúar. Hann treysti sér ekki til að setja mig á önnur lyf eða breyta lyfjameðferðinni. Ég tók Sissó með mér sem betur fer því að ég er á þeim tímapunkti að ég er engan vegin að hönda að takast á við hlutina ein. Á morgun er það svo tíminn hjá sálfræðinginum og við sjáum hvað setur.
En akkúrat núna er ég brotin , reið sjálfri mér fyrir að höndla lífið ekki. Hvað er að mér afhverju get ég ekki bara hrist þetta af mér eins og svo margir hafa sagt ... "svona hresstu þig bara við ... skelltu þér út að labba ... vertu þátttakandi í lífinu .... " Ég er búin að fara út að labba á hverjum degi síðan að ég fékk Lúnu ... og hvað fékk ég útúr því ... síðasta sveifla reyndi mun meira á mig en fyrri ... hún kom rólegra yfir mig og ég var lengur að jafna mig. Og á þessu brjálaðislega momenti þegar að ég beið uppí rúmi eftir að komast í svefninn þegar að ég vissi að ég væri hætt að geta höndlað momentið .... þá komu þessar dauðahugsanir ... án þess að ég gæti neitt við ráðið ! Og ég var skíthrædd í það minnsta 1 klt.... ég var svo lengi að ná að sofa ....
Já ... þetta virðist ætla að vera hærra fjall en Mount Everest sem að ég þarf að klífa til að komast yfir þessi ansk... veikindi mín.
Það liggur við að það megi ekki koma við mig né yrða á mig þessa stundina .... ég er í rusli og reið !
En ég vona að morgundagurinn verði mér góður. Ég þarf á því að halda ... get ekki brotnað 2 daga í röð. Þarf að vera sterk út vikuna þarsem að Addan mín er ekki ennþá komin á leikskólann. Og það þýðir bara eitt ... ég verð að höndla hana í það minnsta hluta úr degi. Fjölskyldan mín stendur eins og klettur bak við mig en það er eins og hún skilji að eithvað er að því að hún er eins og segull á mig. Eithvað sem að ég á einfaldlega mjög erfitt með að höndla.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli