sunnudagur, 25. júlí 2010

Góður dagur .... en þó ekki til loka

Já þessi dagur var búinn að vera mér nokkuð góður ....

Ég fór ein með Lúnu í göngutúr þarsem að skottið mitt svaf.... svo þegar að hún var komin á ról og búin að fá sér morgunmat. Þá skelltum við okkur út í garð og ég fór og kláraði að klippa runnana hjá mér ... ég elska að fá þessa tilfinningu yfir mig ... finnast ég vera lifandi aftur. Og meirað segja fór í annan göngutúr eftir hádegi og bauð þá vinkonu minni og dætrum með. En ég finn að ég verð að passa mig svo með Ödduna mína ... hún er svo óstöðug þessa dagana að ég er ekki að höndla hana. Finn að hún er í mikillri þörf á að komast á leikskóla. Sem að opnar því miður ekki fyrr en eftir eina viku ! Veit ekki alveg hvernig ég ætla að fara að því að klára þessa viku sem er að koma en það verður bara að reddast.

Í kvöld þegar að við vorum að fara sofa ( kl. 21 ) þá tók hún þreytutrylling .... og þarsem að ég var með hausverk og var ekki í neinu ástandi til að takast á við hana þá sneri ég mér útí horn og lét Sissó um hana. En mikið er þetta erfið tilfinning að höndla ekki barnið sitt ..... ég finn að hún þarf á mér að halda en ég bara gat ekki meir... Og það sem verra var að ég átti bágt með að loka mig af og láta sem að ég væri ekki á svæðinu ... það munaði engu að ég myndi hreinlega vaða út í bíl og keyra einhver í ró. Stundum held ég að ég þyrfti að hafa aðgang að eyðibýli þar sem að ég gæti komið og verið á meðan að verstu dagarnir mínir ganga yfir.

P.s. ég sakna þess að hafa ekki bókina mína til að skrifa í .... fæ hana á þriðjudaginn ... finnst stundum ég vera einum of hreinskilin hérna. En í mínum huga er þetta bara partur af því að takast á við þessi veikindi og skrifa tilfinningarnar frá mér.

Engin ummæli: