laugardagur, 14. ágúst 2010

Loksins ....

Já loksins er að komast smá ró yfir mig aftur ..

Það er búið að ganga á ýmsu þessa dagana ....

Ég fór á Lsh .... sem betur fer var ég búin að ná að leggja mig áður en ég fór þannig að ég var vel stefnd fyrir fundinn. Lét allt flakka sem er búið að hvíla á mér ... og svo var biðin ... á meðan að kandidatinn fór að tala við læknirinn á vaktinn .... merkilegt nokk ... En ég var svo sem ágætlega sátt við það sem kom útúr þessum tíma. Það var ákveðið að ég fengi tíma í greiningu þarsem ég er ekkiert að breytast þrátt fyrir breytingar á lyfjunum. Þau gátu ekki sagt mér hvenær haft yrði samband við mig en ég bíð ... eins og venjulega. Þetta snýst allt um þolinmæði og bið.

Þessi tími tók á mig ... ég var algerlega búin á því eftir hann .... þegar að heim var komið fór ég uppí rúm og hlustaði á slökunardisk. Það virkaði þangað til að Sissó og Adda komu heim. Þá var ég eins og fest uppá þráð þarsem að ég var ekki að höndla að hafa neinn í kringum mig. Fór því með hana Lúnu í göngutúr aðeins að reyna að ná aukaorku. Það virkaði framm yfir kvöldmat þá brotnaði ég algerlega niður. Þolið mitt gagnvart áreiti er ekkert ! Ég er farin að þrá smá jafnvægi í þessum sveiflum mínum.

Í gær föstudag var busy dagur .... fyrst var það sjúkraþjálfunin ... ég var á mörkunum að hreinlega komast ... fann að það var stytt í tárin og ég var ekki að höndla neitt áreiti. Endaði með tárin í augunum eftir að hafa verið á bekknum. Ég var algerlega búin á því. Endaði á því að fara beint heim .... búin á því!

Seinni partinn var ég að fara til tannlæknis .... það hafði brotnað úr tannræfli hjá mér. Þetta er búin að vera tönn sem að ég hef verið átt í vandræðum með .... veit að það mun kosta slatta að laga það þannig að ! ég gat ekki tekið ákvörðun og svo hef ég einfaldlega ekki verið í standi til að taka ákvarðanir um eitt né neitt. Þannig að það var tekin ákvörðun í gær að fjarlægja tönnina þar sem að rótin var léleg og það yrði líklega ekki hægt að nota hana til að setja nýja tönn. Þetta er algerlega í anda hvernig líf mitt hefur verið þetta árið. Ótrúlegt ... ef eitt fer niður ... þá fylgir allt með.

Sem betur fer sóttu mamma og pabbi Öddu þannig að ég gat farið heim og jafnaði mig eftir tannjaxla "dráttinn". Svo komu þau um kvöldmatarleituð með skottið og pabbi sló garðinn ... það lofar kannski ormaleit um helgina. Alltaf verið að spá í því sko.

Adda Steina var svo á útopnu í gærkvöldi ... hún er ótrúlegur orkubolti. hún á sýnar góðu og slæmu stundir. Ein af þeim góðu í gær var þegar að hún sat í stofuglugganum með mynd af henni og Helgu Rós og söng hástöfum, hún er orðin svo spennt að fá Helgu Rós heim ... og ég reyndar líka. Ég geri mér grein fyrir því að ég er ekki í neinu standi "enn" til að hreinlega að halda í við hana. Og ég hef engar taugar í hana þegar að hún tekur frekjuköstin sín. Þá fer ég einfaldlega einföldustu leiðina bara til að ég nái að höndla hana. Sérstaklega eins og í gær þegar að ég er ein heima með hana.
En það sem að hún gerði í gær sem gladdi móðurhjartað óendanlega var að hún fór sjálf inní rúmið sitt með sína uppáhalds bók og var sofnuð eftir smá stund. Stundum kemur hún mér einfaldlega á óvart.

Í dag fór hún með Þórey, Skafta og Jófí á héraðsmót í Dölunum. Hún var sko alveg að missa sig af spenningi. Og það sem setti punktinn yfir iið ... var að hún fær að gista hjá þeim í kvöld. Jófí er að fara keppa þannig að það verður sjálfsagt nóg að gera hjá henni. Vildi að hún gæti farið að æfa ... hún þarf svo sannarlega á því að halda. En það verður örugglega eithvað í boði þegar að skólinn byrjar.

Við Lúna erum búnar að hafa það notarlega framm að þessu ... búnar að taka göngu og fara nokkru sinnum útí garð. Ég steinlá í morgun eftir að þau fóru sennilega eftir gærdaginn þannig að ég vona að ég fari að ná jafnvægi eftir síðustu daga.

Á morgun koma svo Sissó og Helga Rós heim ... það verður yndislegt.

Verð að viðurkenna að það er ákveðinn léttir ...  þegar allt fer að fara í fastar skorður.

Látum þetta duga að sinni .... Hafdís sem að er að njóta rólegheitanna ásamt Lúnunni sinni

Engin ummæli: