Já líðanin er á uppleið ... sem betur fer ...
Er enn aum eftir jaxlatökuna en það er ekkert að trufla mig lengur.
Það er búið að gleðja mig óendanlega að hún Bonní mín kom og kúrði hjá mér síðustu 2 nætur ... hún hefur alveg dregið sig í hlé eftir að Lúna kom. En nú er hún að koma til baka. Sissó fór á Ísafjörð á föstudaginn þannig að það er búið að vera extra rólegt í kotinu.
Þessi helgi er búin að vera mjög skrítin ... ég hef verið að "brainstorma" þvílíkt ... rifja upp gamlar minningar sem að ég var búin að steingleyma. Ég hef verið á leiðinni að finna gömlu albúmin og fara í gegnum myndir en hef ekki enn haft mig í það. Það eru ákveðin tímabil sem að ég á erfitt með að skoða myndir af mér á ..... tímabil sem að ég var mjög djúpt niðri og það sést á mér. Eða ég mun sjá það. Alltaf þegar að ég hef farið í niðursveiflutímabil þá fitna ég og hætti að hugsa um sjálfan mig. Í dag er ég að ná frekari mynd á hvað ég hef í raun farið á mörg svona tímabil. Þannig að núna ætla ég að klára að fara í gegnum þetta alla leið og komast að því hvað er að mér ! Þá meina ég hvort að ég sé með þunglyndi , kvíða eða einhvern sveiflusjúkdóm. Ég bara veit að þetta er eithvað sem ég þarf að fara alla leið með. Síðast þegar að ég fór svona langt niður var 2007 .... þá var það eina sem að ég gerði var að fara til læknis sem ávísaði á mig þunglyndislyfjum. Árið 2005 var líka mjög erfitt ár hjá mér ... ég endaði á að fara uppá geðdeild og var búin að fara í eina 10 tíma .... það hjálpaði mjög ... en svo flutti ég uppá Akranes og fannst ég bara orðin ágæt ... og svo datt ég í þennan daglega rússibana og gleymdi að halda áfram að vinna í sjálfri mér. Svona gæti ég haldið áfram ..... ég er að fara kortleggja þetta hjá mér þarsem að ég fer í greiningarviðtal á Landspítalanum og þá er farið í gegnum þetta lífskeið mitt og þessir hlutir verða allir kortlagðir og í áframhaldi af því þá vonandi kemur einhver niðurstaða á því hvað það er sem hamlar líf mitt. Ég vona svo sannarlega að þetta muni ganga vel og ég fái niðurstöðu og komist á lyf sem að geta hjálpað mér að lifa eðlilegu lífi. Ég veit að nú verð ég að klára þetta í eitt skipti fyrir öll.
Í dag finnst mér vera ákveðin tímamót .... Helga Rós er að koma heim .... Adda Steina er byrjuð á leikskóla og allt er að færast í fasta rútínu .... Ég vona að ég fari að hrökkva í gírinn.
Ennþá er ég ekki að taka þátt í neinu hérna heimavið .... það er helst að ég fari í þvottahúsið eða setji í uppþvottavélina / taki úr á mínum betri dögum ! Ég sé líka um garðinn slæ og klippi runnana, ég elska þegar að ég vinn í garðinum- mér líður vel eftir það. Suma daga er ég úrvinda, aðra daga er eirðarleysið svo mikið að ég geng um gólf og fæ mig ekki í neitt , á slæmu dögunum þá sef ég .... en eftir að Lúna kom hefur þetta samt breyst ... ég fer daglega í göngutúra lágmark 2. Og svo að sjálfsögðu förum við Lúna reglulega útí garð. Og það líka á mínum slæmu dögum !
Þannig að lífsgæði mín hafa aukist helling eftir að Lúna kom. Því að nú fer ég út eithvað sem að ég hafði mig ekki í áður.
Já þessi hugur manns er ansi skrítinn .... ég skil ekki sjálfan mig stundum. Las viðtal við konu sem þjáðist af alvarlegu þunglyndi og ég samsamaði mig svo sannarlega við hana. Hún talaði um þegar að fólk talaði um að hún væri löt og afhverju hún færi ekki út að labba það væri allra meina bót .... og borðaði reglulega. Það væru allir að gefa henni þessi ráð sem að fyrir flesta er ekkert mál að fara eftir en eins og með hana þá væri þetta bara ómöglegt á slæmu dögunum.
Ég hef tildæmis oft hugsað með sjálfum mér að ég væri hreinlega bara löt ... afhverju skúraði ég ekki eða tæki til .... eða myndi skella mér í göngutúr !!!!! EN það er bara eithvað sem ég ræð ekki við. Þannig að lesa þetta viðtal við þessa stelpu gerði mér gott. Mér líður örlítið betur bara við það að ég er ekki ein um þetta. Og þarna erum við að tala um unga stelpu sem að er barnlaus og á góðum stað ... hún nýtur velgegni í sínu starfi. En samt er lífið ekki dans á rósum.
Jæja eins og ég sagði ... hugurinn minn brainstormar þvílíkt þessa dagana eins og sjá má á skrifunum hjá mér. Ég er að kryfja eitt og annað. Svona er Hafdís í dag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli