þriðjudagur, 10. ágúst 2010

Að taka ákvörðun

Já tók meðvitaða ákvörðun í morgun að ég ætlaði ekki að eyða þessum degi í reiði og verki. Þrátt fyrir það að hafa vaknað með verki um miðnætti ! Er búin að eyða nógu mörgum dögum í reiði og pirring.

Ákvað að gera eithvað skemmtilegt. Ég var byrjuð að prjóna peysu á Lúnu og ákvað að reyna að koma verkinu áfram. Ég er farin að þrá að finna smá ró til að gera eithvað svona sem krefst smá athygli :
Hérna er semsé peysan en þó ekki kláruð ... ég á aðeins eftir að laga ... hef verið að spá hvort að ég ætti að lengja neðri búkinn aðeins .... er svona aðeins að melda þetta. En mun pottþétt prjóna aðra peysu og þá í einhverjum "girlí" litum.

Einnig náði ég yndislegu skotið af 2 af 3 dýrum mínum.

Það er yndislegt að sjá þau saman og að allt er að róast hérna yfir öllum. Lúna er orðin mjög afslöppuð og það er bara yndislegt að sjá breytingarnar sem hafa orðið á henni .... og hún kemur okkur alltaf meira og meira á óvart.
Á morgun er ég svo að fara hitta sálfræðinginn minn og verð að viðurkenna að þessir tímar eru að gera mér gott en ég held enn að ég þurfi að komast í betra jafnvægi til að ég fari ekki í þessar hægðir og lægðir.
Er að vinna í því að reyna að komast að hjá Geðlækni ! Fer að hallast að því að það séu ekki nógu margir geðlæknar á landinu því að það er lokað fyrir bókanir á þessum 2 stofum sem að ég er búin að ath. með.  Þannig að nú ætla ég bara að bíða eftir að þetta komi uppí hendurnar á mér ..... ég þarf bara að vera þolinmóð og þá gerist það. Er nefnilega búin að komast að því að lífið hefur sinn gang. Ef að mér er ætlaður einhver ákv. læknir þá bara gerist það ... ég er búin að vera hrópa á hjálp og ég hef þá trú að lokum muni það skila sér :o)

Semsé tökum bara brosið á þessu í dag ... enda líka nýkomin úr afmæli hjá Lindu ... fékk uppáhaldskökuna mína "möndlutertu m. mokkakremi" þannig að ég naut hvers bita af henni. Og aldrei þessu vant er ég enn vakandi og klukkan að verða 23 ! þetta hefur ekki gerst í nokkra daga.

Kv. Hafdís sem er ákveðin í að taka morgundaginn brosandi og muna að anda inn og út og vera þolinmóð.

Góðir hlutir koma til þeirra sem bíða !


Engin ummæli: