mánudagur, 9. ágúst 2010

Verkirnir að yfirtaka mig

Og sálartetrið í leiðinni.

Var að hringja í nokkra geðlækna með það í huga að fá tíma .... alltaf sömu svörin. Þeir eru ekki að taka við nýjum skjólstæðingum eins og er .... Getur einhver aðstoðað mig .... eða veit um geðlækni sem er að taka við nýjum skjólstæðingum.

Ég finn að þessar sveiflur koma reglulega yfir mig og það má ekkert auka álag vera þannig að ég bara verð að fá einhverja hjálp.

Á tíma á LSH á fimmtudaginn en er algerlega búin að missa vonina á hjálp þaðan. Ég er ekki nógu veik til að fá aðstoð úr þeirri áttinni ... allavegana ekki hingað til. Held að ég þurfi að vera á grafarbakkanum til þess !

Ég er að fara í sjúkraþjálfun á eftir og mér líður eins og ég sé hreinlega að fara í einhverja stór aðgerð. Veit að ég á bara eftir að versna á næstu dögum og tilhugsunin fær mig til að fá tár í augun. Er ekki nógu sterk þessa dagana til að takast á við fleiri svona daga.

En ég þrauka ..... það er ekkert annað í boði.

Engin ummæli: