fimmtudagur, 16. september 2010

Annasöm vika

Jæja ... ég verð að viðurkenna að ég er fegin að þessi vika er senn á enda. Það er búið að vera alltof mikið að gera hjá mér. Ég fann í gær að ég var úrvinda. Afboðaði okkur Lúnu í snyrtingu í dag en við förum á þriðjudaginn í staðinn. Hinsvegar fór ég í heimsókn í HVER í dag. Ég er búin að fá stundaskrá hjá þeim og planið er að ég skelli mér í vatnsleikfimi í næstu viku. Bæði Sálfræðingurinn og Geðlæknirinn mæltu með þessu við mig. Ég er alltaf með verki ... og þegar að maður tekur ekkert til að slá á verkjum þá verður maður rosalega þreyttur ..... en ég er samt orðin sterkari til að takast á við þetta andlega. Hef ekki fundið neinar neikvæðar hugsanir og er ég mjög þakklát fyrir það. Og síðast en ekki síst ég er farin að prjóna / hekla aftur. Þvílík sæla .... ég saknaði þess svo.

Adda Steina er enn alsæl með afmælin sín .... og gjafirnar slóu algerlega í gegn. Á þriðjudaginn héldum við Ellý uppá sameiginlegt afmæli stelpnanna okkar ( fengum 10 leikskólastelpur í afmæli :o) þær voru alsælar eins og sjá má hérna :


Jæja læt þetta duga að sinni.

Engin ummæli: