Ótrúlegt en satt.
Ég á svo bágt með að slaka á að það er að verða vandamál. Ætlaði að taka daginn í dag alveg í slökun fyrir utan sjúkraþjálfun og fund sem að ég fór á í morgun.
EN !!! þegar að ég kom heim var veðrið svo yndislegt að ég bara gat ekki annað en verið aðeins úti ... skellti mér í að slá blettinn ! Það sást varla í garðinn fyrir laufblöðum. Það er nauðsynlegt að sjá ef að Lúna skilur eftir sig skellu. En mér fannst þetta samt yndislegt.
Er svo búin að slaka á hérna inni ... datt í netið og var að skoða hvernig maður fer að því að lita garn ... við Þórey vorum að spá í að skella okkur í smá tilraunastarfsemi. Ég keypti Kool Aid í Ameríkunni :o) Það verður spennandi.
Annars hef ég það gott .... andlega þó betra ... líkamlega er ég búin að vera með verki næstum stanslaust ... þó meira seinnipart dags. Ég er fellega pirruð á þessu því að þá minnkar þolið mitt gagnvart áreiti. Þannig að ég er dansandi á línudansi. En munurinn á þessum línudansi og hinum var að nú líður mér vel en áður var þetta ömurlegt .... ég vissi aldrei hvort að ég myndi þrauka hvern dag. Hugsanavillurnar voru hrikalegar. En núna finn ég ekki fyrir þeim. Þannig að verkirnir eru pís of cake miða við það. En engu að síður stoppa þeir mig mikið af.
Jæja ég ætla að láta þetta duga að sinni.
Kv. Hafdís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli