föstudagur, 24. september 2010

Batateppið mitt

Í  júlí fór ég vestur með Sissó og Öddu. Ég eyddi 2 nætum í Hjallakoti þarsem að ég sat og heklaði og eyddi tíma með sjálfri mér. Þetta var mjög skrítinn tími. Ég var í ferðalagi sem að ég var ekki tilbúin að vera í og andlega var ég á mjög slæmum stað. Á meðan ég var þarna missti góð vinkona mín mömmu sína og er ég mjög fegin að ég skildi hafa verið þar en ekki nálægt öðrum. Þegar kom svo að því að ég fór inná Ísafjörð þá kom yfir mig mikiið kvíðakast. Sem endaði með því að ég fór í eina af mínum dýpstu lægðum. En svo að við ræðum teppið aftur .... ég gerði ég veit ekki hvað margar dúllur .... fór með alla afgangana mína og ákvað að nýta þá svona. Góð vinkona mín sagði að þetta yrði mitt bata teppi. Það er ótrúlegt en satt en það er það að hluta.
Í dag er teppið svona. Er að byrja að hekla það saman. Og verð að viðurkenna að ég er mjög spennt yfir þessu. En ástandið á mér í dag .... góðu fréttirnar eru það að ég er komin með greiningu. Er með geðhvarfasýki og mjög líklega vefjagigt. Síðustu 3 vikur eru búnar að vera þær bestu á árinu andlega og líkamlega. Ég er byrjuð í sundleikfimi og finn ég að það hefur mjög góð áhrif á mig en síðasta viku hefur verið mér erfið. Ég hef verið svo þreytt. Einnig hefur kuldin sem kom verið erfiður á mig. Ástæðan er sú að ég get ekki tekið neinar bólgueyðandi töflur. Bara paratabs / paresetamol. Ég hef ákveðið að láta töflurnar eiga sig eins og er því að ég verð að læra að þekkja mín takmörk. Hef átt í svoldnum vandræðum með að hemja mig á mínum góðu dögum. En mér hefnist rækilega fyrir. Andlega hef ég ekki farið í neina djúpa niðursveiflu en hinsvegar á þeim dögum sem að verkirnir eru miklir þá er ég vissulega aðeins niðri fyrir. Einnig finn ég að það þarf ekki mikið til að ég missi tökin á aðstæðum. Ég fór til læknis í vikunni og náði ekki að halda haus. Hér eftir þarf ég að fá einhvern með mér því að þetta er bara of erfitt fyrir mig.
Þegar að Adda Steina átti afmæli þá kom yfir mig kvíði 2 dögum fyrir ..... ég náði að bjarga mér fyrir horn með því að taka svefntöflur á laugardagskvöldinu. Þannig að afmælið gekk vel.
Á morgun er ég að fara suður til tengdó en við erum að fara taka á móti gestum þar vegna afmælis Öddu Steinu. Ég finn að hugurinn er að byrja stressast upp. Þarna verður fólk sem er ekki í mínu daglega lífi þannig að líklega verð ég spurð um líðan og stöðuna. Ég vildi óska að ég þyrfti ekki að tala.... fengi bara að vera útí horni og fylgjast með hvernig öðrum líður. Ég er orðin þreytt á að tala um mig. Mitt líf í dag er mun betra en áður þarsem að ég veit hvað það er sem að ég er að takast á við en það er ennþá 1 dagur í einu því að ég þarf stöðugt að vera að passa mig á að fara ekki frammúr mér.
Þegar að ég er búin með teppið þá set ég mynd af því. Ætli ég þurfi ekki að hekla annað teppi til að ná fullum bata. Við sjáum hvað setur.

Þessi mynd lýsir svoldið ástandinu á mér síðustu vikuna.
Kv. Hafdís
Viðbót : Teppið er klárt

Hérna er skottið alsæl með teppið :o)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábær mynd af ykkur Lúnu. Mér líst vel á bata teppið þitt.
Gott að heyra að allt er í rétta átt núna jafnvel þó svo að það taki einhvern tíma. Mikill léttir að fá greiningu. Bestu kveðjur til þín og þinna frá okkur í Lundi. Knús, Elsa.