sunnudagur, 5. september 2010

Með gleði í hjarta

Nú er ég á degi 4 á nýju lyfjunum og síðustu dagar hafa verið algerlega frábærir .... ég sé glitta í gömlu Hafdísi sem að var alltaf til í að gera eithvað skemmtilegt að gat það. En það er ekki allt samt gott ... vegna nýju lyfjanna þufti ég að hætta að taka bólgueyðandi töflur þannig að núna er ég stöðugt með verki í skrokknum ... þá aðalega í festingunum og bakinu. Ég var hjá sjúkraþjálfanum á föstudaginn og við vorum að ræða stöðuna mína og miðavið það sem að hann er búinn að meðhöndla mig að þá ráðlagði hann mér að skoða síðuna vefjagigt.is og ath. hvort að ég finni einkenni sem gætu átt við mig. Því að eins og ég er núna eftir að ég hætti á verkjalyfjum að þá er ég að samsvara mér ótrúlega við öll einkenni vefjagiktar. Þannig að ég er búin að ákveða að fá að fara í blóðprufu til að ath. hvort að þetta gæti verið málið. Því að þá þarf ég að fara taka enn nú betur á hlutunum. En þrátt fyrir verki í skrokknum þá er búið að vera ótrúleg gleði inní mér ... ég hef náð að "funkera" ótrúlega vel síðustu daga ... en seinni partinn finn ég þó að ég er algerlega búin á því líkamlega. Þannig að það er enn fín lína. Í gærkveldi var ég svo úrvinda kl. 20 að Adda Steina fékk að fara í heimsókn til Þóreyjar systir þarsem að hún var í fullu fjöri og ekki alveg að átta sig á mömmu sinni. Sissó minn kom svo heim að vestan og sótti hana í leiðinni.  Ótrúlegt en satt ég var sofnuð 5 mín. eftir að ég lagðist á koddann minn. Var svo vöknuð eins og hæna kl. 7 í morgun ! Þarf auðsjáanlega að sofna aðeins seinna á kvöldin !

Ég er búin að vera að spá hvort að það gæti verið að lyfin séu strax farin að hafa áhrif .... en það sem að ég held er að ég er náttúrulega hætt á þunglyndislyfinu sem að ég var á og er á lyfjum sem að eiga að hjálpa mér að sofa betur og slaka á. Og held ég svei mér þá  að þær séu byrjaðar að virka. Allavegana er ótrúlegur munur á líðanninni.

Þannig að nú tek ég einn dag í einu og þakka fyrir alla mínu góðu daga .... því að mér líður ótrúlega vel og finnst loksins ég farin að sjá framm á að lífið sé yndislegt :o)

Á föstudaginn fór ég í heimsókn til Önnu Láru hjá RKÍ og ég er búin að leggja inn beiðni að við Lúna gætum orðið heimsóknavinir. Hundar eru mikið notaðir í Kópavogi og það sem Lúna hefur gert fyrir mig síðustu vikur er ómetanlegt. Og finnst mér það ótrúlega spennandi að geta gefið til baka eithvað af þessari yndislegu tilfinningu. Svo væri þetta örugglega mjög gott fyrir mig þarsem að ég hef algerlega lokað mig af í marga mánuði. En fyrst þufum við að fara í gegnum ákveðið ferli. Þarsem að Lúna þarf m.a. að fara í gegnum skapgerðarmat og ákveðna þjálfun. En mér finnst þetta ótrúlega spennandi og er ákveðin í að fylgja þessu eftir og vonandi þá verður þetta eithvað sem rúllar af stað. Langar svo mikið að fara koma einhverju spennandi af stað hjá mér núna þegar ég finn að líðanin er að koma til baka. Einnig ætla ég að fara verða meira "outgoing" og fara að hitta fólk. Finn að ég er ekki eins inní mér þessa dagana og sjálftraustið er að koma til baka. En ég var ótrúlega stollt af mér eftir þessa heimsókn.

Við fórum líka með Lúnu til Dýralæknis og heimsóttum Líney sem að á Lúnu. Við vorum að ræða áframhaldið ... það gæti bara vel verið að við myndum setja hana á sýningu í nóv. eða eftir áramót. Það væri gaman að sjá hvernig það myndi ganga. Ég í það minnsta finnst hún fallegasti hundur sem til er :o) Líney leist bara vel á að hún yrði heimsóknarvinur RKÍ. Nú þegar eru 2 hundur frá hennar ræktun sem eru heimsóknarvinir. Og frá öllum sem að ég hef rætt við þá hrósa allir hundunum hennar Líneyjar fyrir frábært skap og almennt að þetta séu frábærir hundar. Enn og aftur finnst mér að ég haft unnið stærsta vinning ever með því að fá að gerast fóðurfjölskylda Lúnu. Með tímanum mun hún svo verða okkar. Bara spennandi .
Við hittum 2 hvolpa Emil og Ídu sjá myndir hérna fyrir neðan :
Þetta er hann Emil

og þetta er hún Ída .
sjá frekari myndir og uppl. inná http://kolskeggs.is/

Adda Steina kolféll fyrir þeim og fannst þau vera yndisleg. Aðeins meðfærilegri en Lúna vegna stærðarinnar. Svo hittum við líka hana Sunnu :

En hún er búin að vera hjá Líney síðan í Janúar og var sýnd á sýningunni sem var fyrir viku og var hún í 2 sæti í sýnum flokki. Flott stelpa.

Jæja ... verð víst að fara sinna barninu mínu. Hún þarf sýna athygli líka :o)

Engin ummæli: