fimmtudagur, 2. september 2010

Dagur 2

Jæja þetta er 2 kvöldið á töflunum .... það tók mig ekki nema 1.5 klt að sofna í gær en nú er aldeilis eithvað annað uppá teninginum .... búin að reyna að sofa síðan fyrir miðnætti ... búin að lesa heila bók og veit barasta hreint ekki hvað ég á nú til bragðs að taka. Ekki gengur að taka svefntöflu því að þá myndi ég ekki vakna í fyrramálið .... búin að prufa slökunardisk það virkaði ekki ....

Ég er virkilega "rugluð" þetta er svo algjörlega nýtt fyrir mér að vera ekki sofnuð á þessum tíma. Venjulega er ég að fara í rúmið milli kl. 9-10 á kvöldin.

Æ.... ég er einfaldlega mjög óörugg hvað ég á til bragðs að taka ... verð að ná að sofa ... sjúkraþjálfun á morgun og svo erum við Adda Steina að fara til Dýralæknis í Garðabæ með hana Lúnu okkar þannig að kellan verður að vera í fullu fjöri.

Dagurinn í dag er búinn að vera nokkuð góður ... ég tók 2 ágætis göngutúra .... faldi enda á hekludúllum sem að ég heklaði fyrr í sumar. Búin að fela alla endanana þannig að nú þarf ég að fara púsla þessu saman og hekla. Ég er búin með alla afgangana mína af garni nr. 3 - 4.5. Svo ætla ég bara að púsla þessu saman. Það ætti ekki að vera mikið mál. Er búin að gera eitt svona lítið teppi áður og það sást ekki mikill munur. Skottið mitt vill sko fá teppi á rúmið sitt og upphaflega átti ég að klára það fyrir afmælið hennar en nú er ekki nema rétt rúm vika þannig að ég þarf einhvern meiri tíma en það held ég.

Er mikið búin að hugsa um næstu vikur og hlakkar til að fá sjálfa mig aftur .....  en nú er taka 2 ætla að setja annan rólegan disk í .... kannski virkar hann betur.

Engin ummæli: