sunnudagur, 26. september 2010

Að missa tökin ...

Mér líður svoldið eins og ég sé að missa tökin á öllu aftur .... tárin eru handan við hornið og þarf ekki mikið til að ég fari að gráta. Ég er búin að vera að takast á við marga erfiða hluti síðustu daga og finn ég hvað orka mín fer þverrandi. Í kvöld gerðist atvik sem fór alveg með mig. Er búin að upplifa mig ósköp vonlausa sem uppalanda. Ég hef ekki haft nema brota brot af orku í að sinna foreldrahlutverkinu og upplifi ég algert vonleysi þegar að ég næ ekki að standa mig 100 %.
Þetta er búið að vera frekar mikið fall miðavið hvernig síðustu vikur hafa verið. En hinsvegar byrjaði ég í sundleikfimi í síðustu viku og fór 2 sinnum. Ég fann hvað það gerði mér gott en ég var alveg úrvinda eftir tímana. Þessi vika verður enn erfiðari ... þá er sálfræðingurinn og geðlæknirinn ofaná þetta venjulega. Þannig að ég þarf að tipla á tánum.
Á morgun er svo litla skottið mitt í fríi á leikskólanum þarsem að það er skipulagsdagur. Það er svosem ekki til að bæta það. Því að dagurinn er þéttskráður .... blóðprufa, fundur, sundið og svo loksins ... slökun.

Ég kláraði teppið handa Öddu minni og kemur það rosalega vel út.

Læt þetta duga að sinni ... endilega sendið mér smá orku ef að þið hafið aflögu.

Kv. Hafdís

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel elsku Hafdís mín ... sendi fullt fullt af orku til þin og vona a hún hafi dugað :=) love 2 you ...Kiddy