miðvikudagur, 29. september 2010

Mjög skrítnir og þreyttir dagar

Þetta er langa vikan mín ... búin að fara til sálfræðingsins og svo er geðlæknirinn á morgun. Verð að viðurkenna að ég verð fegin þegar að þessi vika er búin.

Á morgun er stóri dagurinn ... 40 árin ... verð að viðurkenna að ég hef ekki haft neinn tíma til að spá í þessu og hefði allveg viljað bara vera að heiman. Sem að ég verð að hluta. Við ætlum svo að bjóða fjölskyldunni í mat á sunnudaginn. Vonandi verð ég búin að safna upp orku fyrir það.

Ég hef aðeins verið að dúlla mér ... var að hekla utanum púða sem að ég ætla að senda Kollu. Var aðeins að leika mér. Finnst þetta bara koma ágætlega út þó að ég segi sjálf frá :
og svo hin hliðin

Sem betur fer get ég dundað mér við hekl og prjón. Á reyndar eftir að þvo púðann en held að það verði nú ekki mikil breyting.

Jæja off I gó .... KV. Hafdís

Engin ummæli: