Finn að það er stutt í gráturinn og ég týni hlutum og finn ekki fyrr en seint og síðar meir. Þá venjulega rétt við nefið á mér. Verð að segja að mér er eiginlega farið að hlakka til að fara til Geðdoksans .... ég er ekki að halda þetta út eins og staðan er í dag.
Litla skottið er á útopnu þarsem að hún er að verða 4 ára á morgun .... núna seinnipartinn hef ég varla náð að hönda að vera nærri henni því að hún er svo ör. Vona bara að morgundagurinn verði góður. Er alvarlega farin að spá í að taka svefntöflur auka svo að ég nái að hvílast. Var nefnilega vöknuð 4:30 í morgun. Og það er bara engar vegin að gera sig.
Annars er dagurinn svoldið eins og jójó ... ég er kannski ágæt aðra stundina en hina er stutt í að ég brotni.
Mér finnst ég svoldið vængbrotin þarsem að ég er alls ekki að ráða við sjálfa mig. Ég veit aldrei hvað verður svo ....
Adda Steina fékk að opna pakka í beinni á skype við Kollu systir .... það var þvílíkt stuð. Svo fékk hún líka leyfi frá Óla mági að opna frá þeim. Og það leyndist þetta dýrindis playmobil. Það koma myndir af herlegheitunum við fyrsta færi.
Jæja ég ætla að láta þetta duga að sinni .....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli